Öfgar 31.5.17

Okkur hættir alltaf við

í öfgarnar að fara

og allir vilja spreytast til

að koma sér í feitt.

- Það getur verið erfitt

að gera ekkert bara

en glepstu aldrei vinur minn

rangyndum fá beitt.


Óheilindi og ábyrgðarleysi 30.5.17

Einn kemur þá annar fer

og agtar þjóð sem fjandi.

Enginn maður ábyrgð ber

í embætti á þessu landi.


Vergirni 26.5.17

Þá hjórtun hraðast tifa

hallist að þér mær

það er svo gaman að lifa

gleðin er útrás fær.

 

Í dökku húmi oft dynur

dýnugörmunum í,

vergirni er lífsins vinur

vert er að gleyma ei því.


Af spakmælum Svarra 24.5.17

Þegar þú dílar við djöfulsins dót
dável mátt reyna að mæla því bót

því veraldar viljir þú vinsældir byggja
falskt er að mæla og flátt undir hyggja.


Útsvar 19.5.17

Fjarðabyggð er að bursta þetta

Bærilega hún stendur sig.

Nú er þetta Grindavíkurgretta

er gefur að líta framan við mig.

 

Veraldlegt dót 20.5.17

Ég er ekki skaðasár

- en ýmsir telja mig rót,

það er allt forgengilegt

þetta veraldlega dót.

 

Að gera plön 21.5.17

Margt vill lenda á skakk og skjön

þótt skyldi best til vanda,

- það er nú málið með þessi plön

að mörg vilja ekki standa.

 

Vorkoman 21.5.17

Sunnan golan sæl og hlý

sækir mig nú heim á ný,

æðir gróður upp með glans

og ástarguðinn stígur dans.


Þjálfarinn 18.5.17

Hann sagði við þá Sigurður digri:

Ég vil sjá þá tekna vel í görn,

ég tel bestu uppskriftina að sigri

að þið spilið kröftuga vörn.

 

Hver skal borga 18.5.17

Mér dámar hver dúsan

sem drifin að mér er,

sá skal borga brúsann

sem burðugastur er.


Hugur og gerðir 14.5.17

Flestir vilja í sínu lífi lafa

og lukkan birtist og geri hlutunum skil.

Það er annað hugmyndir að hafa

en hrinda nokkru framkvæmdanna til.


Úr kvöldfréttunum 10.5.17

Það er gott að eiga í vonum
ilmandi ljúffengan rétt,
því fagna menn fylgikonum
er fjölga sér jafnt og þétt.

Að nýstofnuðum kommonistaflokki á Íslandi 3.5.17

Skyldi hann ekki bregðast fátæklingunum eins og allir aðrir hafa gert til fjölda ára hingað til á Íslandi komist hann í stjórn.

Eftir hið svokallaða hrun voru fyrstu viðbrögð vinstri stjórnarinnar að skerða tekjur öryrkja og gamalmenni, sem áður dugðu þeim ekkert nærri því fyrir sómasamlegri framfærslu, svo komu hálaunamenn í kjölfarið af því en þeir fengu svo endurgreitt með vöxtum og vaxtavöxtur ásamt ýmsu fríðindum en öryrkjar og gamalmenni skildi vinstri stjórnin eftir óbætta.

Hægri stjórnin tók svo við stjórnartaumunum með Sigmund í forsvari og ekki leiðrétti hann að heldur þessa mismunun og óréttlæti og svo tók Bjarni við forustunni núna og þessi launaskerðing er enn óbætt og virðist kominn til að vera.
Mér hefur virðst óheilindi og níð á fátækum sé sem motto allra flokka á Íslandi sem komist hafa í stjórn til fjölda ára hversu vel sem þeir háfa talað til betri vega Stjórnarandstöðunni.


Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband