Fólkið er fljótt að gleyma. - Vinstri grænir stærsti flokkurinn 30.9.17

Steingrímur formaður vinstri grænna sló skjaldborg um auðvaldið og níddi fátæka í skítinn er hann komst að sem fjármálaráðherra í Vinstri stjórninni. Þeir sem ekki kóuðu með í flokknum urðu bara að yfirgefa hann.

Ekki minnist ég annars en að Katrín sem nú er formaður hafi tekið þátt í óhroðanum af fullri einbeitingu, allavega minnist ég ekki að nokkru sinni hafi hún hreyft mótmælum til betri vega, enda fékk hún formannssæðið að launum er Steingrímur svo illa þokkaður af þjóðinni sem ég held að nokkur stjórmálamaður hafi nokkurntíman orðið í landinu, allavera í minni tíð, eldi borgara, sá sér ekki annars kost flokksins vegna en að draga sig til hlés. Svo brosir Katrín út í bæði, nikkar höfðinu og þá er allt fyrirgefið, - töfrar eða hvað?

En við höfum ekki enn séð eftirleikinn. Eins og horfir nú í skoðanakönnunum eru það bara Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sem geta mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningar og þá þurfa fátælingar ekki að vænta blómlegri daga en verið hafa. 

Nú hópast fólkið með atkvæðin sín um Katrínu og halda sjálfsagt að hún standi sig betur næst en það hefur nú verið mín skoðun og reynsla til langs tíma, að þeir sem hafa komist upp á lag með að ljúga og svíkja og stela verður það sem lífsárátta og list og sökkva alltaf dýpra og dýpra í óhroðann og spillinguna.

Ég segi því enn og aftur: kjósið ykkur ekki fulltrúa sem eitt sinn hefur svikið ykkur. Það er sem betur fer oftast og víðast hvar einhverja á að veðja sem ekki hafa verið reyndir að lygum, svikum og svínaríi.

Gefum þeim ekki annað tækifæri til misferlanna. Ég tel það óhagganlega staðreynd að þeir ganga alltaf lengra og lengra á ógjæfubrautinni.- Kjósum flokk fólksins, flokk vona og samúðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband