- Allir þurfa að gefa eitthvað eftir 14.11.17

Kannast ekki allir við þessa setningu að loknum stjórnarmyndunum?  En hvað skyldi nú það vera sem alltaf hefur verið gefið eftir, allavegana svo lengi sem ég man til  orðinn 75 ára að aldri.

Það eru mjúku málin sem lofað hefur verið af hverjum sem betur hefur getað fyrir kosningar, til að veiða atkvæði stórs hluta þjóðarinnar í helgreipum fátætar í landinu og engin meining var á bak við um að standa við.

Svo merkilegt sem mörgum kann kannski að finnast hefur þetta gilt fyrir Vinstri jafnt sem Hægri stjórnir svo oftast eða jafnvel alltaf hefur ekki mátt milli sjá hvorir fantarnir væru hinum verri eða betri.

Skyldi ekki óhugnað leggja að æði mörgum með þær þreifingar sem nú eru í gangi við að koma saman ríkisstjórn? Skyldu einhverjir trúa á að breytinga sé að vænta á þessu stóra og langvarandi vandamáli?

Ekki fær syndin að sofa,
siðleysið magnast nú heldur.
Vinstri græn vændinu lofa,
varla hátt Sjallinn það geldur.

Tunnan valt og úr henni allt

ofan brekku háa.

- Ljúft er þegar lán er falt

listagyðjan smáa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband