6.1.2015 | 22:34
Enn er hrakmennska ráðamanna til umfjöllunar 6.1.15
Nú er í umræðunni hrakfarir kirkjunnar eftir að hafa gefið eftir af fjárveitingum til hennar er hrunmálin voru í algleymi. Kirkjan fer fram á að fá það nú sem af henni var tekið. Að svo hafi ekki fyrir löngu verið gert lýsir vel mismunum stjórnvala til jafnræðis og réttlætismála. Hálaunamönnum var allt bætt aftur í tíman eftir þrjú ár, með vöxtum, verðbótum og fríðindum þar að auki svo sem t.d. fríu gleraugnafé.
Það er alveg sama sagan með öryrkja og aldraða og kirkjuna, þessir aðilar hafa verið hlunnfarnir af sínum leiðréttingum og öryrkjar hafa ekki fengið undirtektir um að fá sitt nokkurntíman. Og ef læknar fá nú sínar óskir uppfylltar þá eru engir aðrir gildir sjóðir til að sækja það í en að taka þá af þeim enn meira. Það er allavega sú þróun í kjaramálum sem við höfum séð og mátt þola í landinu hingað til:
Megi almættið skerast í leikinn 11.6.13
Að birtist þér Sigmundur bölvunin römm
ég bið helga vætti að gefa þér í kvitt
ef að siturðu fastur í svívirðu og skömm
og sinnir ei jafnt um kaup mitt og þitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 12:22
Aldur er afstæður
Lambakjötið lyftir geði,
lystaukandi er mönnum tíðast,
oft fór svo er ástin réði
að ungri mey var strokið blíðast.
Mörgum er aldur trautt til trafa
til að blása í lífsins glæður,
svo lengi sem menn heilsu hafa,
- aldur bara er afstæður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2015 | 12:48
Stór hluti þjóðar hefur mikla samúð
Skelfir að hafi ei til skeiðar né hnífs
og skuldabagga til neyðar,
- ennþá eru þó læknar lífs
þótt lengi hafi brugðist þeim veiðar.
Ljótt er þegar öll gleði er gleymd,
- gef´ana aftur finni,
stór hluti þjóðar þekkir eymd
og það á eigin skinni.
Á ótal vegu ágirnd kraumar,
oft hef ég kvartað fyrir mig,
auðvaldshendur eru naumar,
eðlið vill gróðann fyrir sig.
Bloggar | Breytt 6.1.2015 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2015 | 01:52
Er sanngjarnt að svelta suma en láta aðra safna auði?
Það er eins og að mörgu öðru leiti ólík aðstaða verkalýðsins eða læknanna hvað fjármagn snertir til að fylgja eftir kröfum sínum með verkföllum. Þar er auðvelt að svelta bara láglauna verkalýðinn til hlýðni því hann hefur vart fyrir mat sínum þótt svo hann sleppi ekki degi úr vinnu sinni hvað þá öðru meira. Hálauna læknar ættu aftur á móti að geta verið endalaust í verkfalli með því háttalagi sem verið hefur hjá þeim að undanförnu og séð vel fyrir sér og fjölskyldum sínum með því að vinna bara einn dag í viku eða svo eða jafnvel bara part úr degi.
Svo fyrirsjáanlegt sem þetta var í upphafi deilunnar og kröfur þeirra óheyrilega háar og mikið meiri en verkalýðsins þá er þannig vaxið með störf þeirra að stjórnvöld áttu og eiga ekki að líða þeim að vera í vekfalli heldur að setja strax lög á deiluna og skaffa þeim sömu krónutöluhækkun og almenningur hefur fengið. Að öðrum kosti ef vilji stjórnvalda var og er að hækka meira kaup þeirra en það sem aðrir hafa fengið þá áttu þau og eiga að hækka kaup hinna að sama skapi og það strax og samtímis. Aðalatriðið er að stöðva og snúa við hinu síaukna launamisrétti.
Sómavitundin
Ei er maður mikilla verka
margur er mér blasir við.
Sómavitund sumra ei sterka
setur bletti á mannlífið.
Umhverfið er svo óvinveitt
að urmull af sálum bresta.
Ég trúi að sé í Helvíti heitt
og heimtur þar með besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2015 | 16:12
Völvuspá 2.1.fyrir árið 2015
Visir birtir nú trúverðuga og mjög viðamikla tölvuspá á netmiðli sínum. Mér finnst hún koma vel heim við það sem maður getur ímyndað sér að verði að framhaldi margra hluta sem við þekkjum til af fyrri reynslu og birti hérna lokaorðin hennar. Eins og t.d. það að ég tel mega liggja í augum uppi hverjum heilvita manni að ráðamenn fljóti nú sofand í lítilmennsku sinni og tíkarhætti við hálaunamenn að því að láta lækna rústa endanlega heilbrigðiskerfið.
Ég minni á að þeir fengu 40% kauphækkun og það nánast orðalaust þegar verkalýðurinn fékk með 3ja eða 4ra mánaða harðvítugri baráttu 3% 1980 og spyr bara í skilningsleysi mínu og fáfræði: Hvernig í ósköpunum á svona ójöfnuður að geta gengið fyrir gott með þegnuum endalaust? Og hvernig á þjóðin að geta komist af með svo lémagna líð fáráðlinga í stjórnarsætunum ár eftir ár og hvergi hefur verið að sjá fyrr né síðar að þeir bligðist sín fyrir það.
Verkfall lækna líður hjá,
ljóst er svo með högum
að þjóðarböl er að setja á
ungbörn nú á dögum.
,,Samantekt (Völvuspárinnar)
Er ég lít yfir vettvanginn í lok ársins 2015 er ég ánægð með margt. Atvinnuleysi hefur minnkað svo um munar. Veðráttan er okkur líka hliðholl og margir Íslendingar hafa gert garðinn frægan. En það versta er að heilbrigðiskerfið okkar, sem var svo gott, er nú nánast hrunið.
Spilling í stjórnsýslunni er alltof mikil. Stjórnmálamenn hafa ekki traust almennings. Fjármálamennirnir ráða alltof miklu. Skólakerfið er svelt. Ungmenni í vanda fá enga úrlausn.
Ég er hrædd um að það verði kosningar með haustinu. Það leysir engan vanda meðan ekki fást betri einstaklingar inn á Alþingi Íslendinga en raun ber vitni.
En árið kveður með hægu veðri þar sem við skjótum upp flugeldum í heiðskíran himinn sem aldrei fyrr.
Bloggar | Breytt 4.1.2015 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2015 | 20:24
Gleðilegt nýár 1.1.2015
Í áramótaávarpi sagði forsætisráðherrann galvaskur að ríkisstjórnin vildi bæta kjör fólks með lægri- og millitekjur. Hálfsannleikurinn þykir hentugastur í blekkingarleikjunum sem leiknir eru við fólkið. Hann sleppti því eðlilega að geta um hversu mörgum sinnum meira, eins og verið hefur lengi og þyrfti að snúa við, ríkisstjórnin stefndi að því að hækka kjör hálaunamanna. Þar má miða andstæður kjarabótanna sem umræddir hafa fengið í ár í nokkrum hundrað köllum við fleiri hundruð þúsunda hækkanir sem nú eru á döfinni að læknar fái eins og ekkert sé eðlilegra:
Það er býsna algengt að flátt mæli fantar
fyrirheitum digrum sem hvergi eiga stað,
- en orð gilda lítið þegar aðgerðir vantar,
engin hefur hér ríkisstjórn staðið við það.
Bloggar | Breytt 4.1.2015 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar