30.1.2015 | 03:51
Barnapían sem ætlaði til Guðs
Þegar mamman kom heim úr saumaklúbbnum spurði hún Nonna litla hvort vel hefði ekki gengið hjá barnapíunni að passa þau systkinin. Jú svaraði hann nema það að hún var nærri því farin til Guðs.
Hvernig þá í ósköpunum, Nonni minn, hvað kom eiginlega fyrir? Spurði mamman aftur óðamála. Ja, sagði Nonni, hún lá bara á gólfinu og engdist sundur og saman og hrópaði þetta aftur og aftur: Ó Guð! Ó Guð! Ég er að koma! Ég er að koma! Og ég er alveg viss um að hún hefði farið, hefði pabbi ekki legið ofan á henni og haldið henni niðri.
Lundarfar 30.1.15
Stirðlyndið tíðum stráir sæði,
stróka vill á svið.
Það er engin gæfa og gæði
glaðværðina við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2015 | 06:52
Lespía 29.1.14
Ef ertu svo heppin að vera kona
er æskir þér klifra á topp,
uppgefin karlmanna ásta og vona
,,the only way is up!
Stökktu þótt einhver stynji við bit,
- fake it till you make it.
Bloggar | Breytt 30.1.2015 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 21:23
Mannamunur 19.1.15
Það er líkt og smakka á osti
og um bragðið fjalla,
- það hefur hver sína kosti
og hver sína galla!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2015 | 20:18
Hvað sér sér vesælla 13.1.15
Í Reykjavík hundraðfaldar borgin
lögboðin fargjöld fatlaðra
og borgarstjórinn gerir ekkert við
kvörtunum fulltrúa þeirra
né afsakar en segir að megi skoða þetta
svo til bóta er þó lítil von,
- mikið djöfulsins vesalmenni og ræfill
er Dagur B. Eggertsson
að hann skuli ekki frekar segja af sér
en þátt í þessu að taka!
Bloggar | Breytt 19.1.2015 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2015 | 11:53
Gengismálin
Nú skrifar Haffi í morgunsárið um gengismálin:
Gengi gjaldmiðla nàgrannalanda okkar hefur rokkað upp og niður en hefur haldist nànast óbreytt í meira en 100 àr à meðan okkar íslenska króna hefur verið í frjàlsu falli síðustu níutíu àrin. Og enn glymur sami tónn í eyrum okkar làglaunastéttar að ef við förum fram à meira en Skitnar 2-3% launahækkun þà fari hér allt í bàl og Brand. En þó að læknar, flugmenn, kennarar og forstjórar fài allt frà 30% og uppí nokkurra milljóna króna hækkun þa mànuði, þà gerist ekkert, verðbólgudraugurinn sefur allveg þangað til làglaunastéttin reynir ,eira!
Allveg er það magnað hvað stjórnmàlamenn sama hvar í flokki þeir standa Pissa allir í skóna sýna eftir að þeir taka við völdum. Þràtt fyrir falleg fyrirheit í garð þeirra sem minnst bera úr skauti.
JÀ þeir pissa strax í skóna sýna þegar þeir mæta à fund Elítunnar (LÍÚ & Banka mafíunnar) þar sem elítan segir við þà að ef þeir geri ekki eins og þeir vilji, þà verði þeir grafnir lifandi.
JÀ og enginn þeira þorir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2015 | 11:21
Krónan
Annar pistill frá Haffa vini mínum í morgunsárið fjallar um krónuna:
Jú það eru þeir ríku sem eiga og làna peningana sem hagnast à þessari vitleysu, þar sem þeir eru gulltryggðir með verðtryggingu og breytilegum vöxtum sem þeir víla ekki fyrir sér að hækka upp úr öllu valdi ef þeir làna óverðtryggð làn. Þannig að þeir eru alltaf með belti og axlabönd og tapa ekki einni krónu.
Hér þurfa làgmarkslaun að vera rúmar kr:600,000 à mànuði til að halda í við verðlag.
Þannig að làgmarkslaun þurfa að hækka um 300% þó það verði ekki gert à einni nóttu
En semja mætti eins og læknar gerðu. 100% fyrsta àrið og 100% àrið 2016 og 100% àrið 2017
En það sem skiptir mestu màli er að tryggja allar hækkanir launa með verðtryggingu, vegna þessa að allar launahækkanir undanfarna àratugi hafa verið étnir upp af verðbólgudraugurinn og verðtryggingunni. Ekki er hægt að miða við að launahækkun hjá nàggrannalöndum okkar þar sem þeir búa við stöðuga gjaldmiðla þó að þeir lækki og hækki um einhverjar krónur. Þeir búa allavega ekki við það að íslenska krónan sé kr:2300,00 minna virði nú en hún var fyrir 90 àrum.
Jú ein Dönsk króna kostaði eina íslenska kr fyrir 90àrum, en núna 90 àrum síðar kr:2300
Hér mà sjà hvers vegna þeir ríku verða ríkari og fàtækt orðin eins mikil og raun ber vitni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2015 | 11:08
Lífeyrissjóðir
Haffi vinur minn sendi mér þennan pistil um lífeyrusmál í morgun:
Afhverju eigum við að sætta okkur við það að opinberir starfsmenn fài verðtryggðan lífeyri en við à almennum vinnumarkaði óverðtryggðan?
Munurinn à verðtryggðum lífeyrisgreiðslum er meiri en orð fà líst. Almenni lífeyris þeginn er með um kr:200,000 à mánuði. En opinberi starfsmaðurinn um kr:600,000 à mànuði og uppúr!
Svo er það vitað að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna er að taka meira en kr:50milljarða à àrí úr ríkissjóði til að standa skil à loforðum sem þeir geta engan veginn staðið við. Ríkissjóður er ekkert annað en okkar eiginn vasi.
En þegar lífeyrissjóðir almennra starfsmanna töpuðu milljörðum í hruninu, þà þurftu lífeyrisþegar að sætta sig við lækkun lífeyrisgreiðslna. En lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna eru bæði verðtryggðar og ríkistryggðar, bara tekið úr ríkiskassanum það sem uppà vantar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 21:51
Úr kvöldfréttunum 8.1.15
Það er ekki allt lof og prísar þótt svo undarlega virðist vera hjá flestum, sem heyrist í umræðunni um launasamninga læknastéttarinnar sem ég tel að megi vera kýrljóst þótt leynt eigi að fara að séu upp á fleiri tugi prósenta og hundruð þúsunda ofan á háu launin þeirra. Það má segja að þeim veiti ekkert af þessum launum en þá kemur spurningin á móti: Hvað þá með aðra sem hafa mörgum sinnum minna en læknar höfðu áður en þetta bættist við þá að auki?
Gylfi Arnbjörnsson komst svo að orði í kvöldfréttunum á stöð 1 í kvöld og ekki annað að sjá en honum væri brugðið eða jafn vel í sjokki: ,,Það er ekkert þjóðfélag sem stendur af sér svona mismunun!
Teygja sig loppur
Teygja sig loppur í tímarás,
taumlaus er græðgi og pot.
Tíðum er einum gefin glás
sem gerir svo marga þrot.
Bloggar | Breytt 9.1.2015 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 03:12
Nú hafa læknar samið 8.1.15
Litlar upplýsingar eru um launabætur til lækna, aðeins sagt í fréttum að launahækkun sé yfir 10% en það er allavega orðinn hlutur hvaða afleiðingar sem það kann svo að hafa í för með sér að hálaunamenn hafi þar enn eina ferðina fengið í sinn hlut mörgum sinnum meira en verkalýðurinn og annað láglaunafólk.
Mér fannst núna í kvöldfréttatímanum sem svo oft áður er Gylfi Arnbjörnsson ræðir um stöðu mála á vinnumarkaðinum að honum mæltist vel um ástandið en ég treysti honum ekki í sambandi við framhaldið. Ég tel hann ekki nógu sterkan yfir höfðinu og að verði ekki breytingar til batnaðar á heiðarleika á ríkisstjórnarheimilinu og hjá ASÍ sé útlitið ískyggilega dökkt bæði fyrir land og lýð.
Bjarni Ben var ánægður í fréttunum með að tekist hefði að semja og sagðist taka ábyrgð á samningunum. Mér finnst það skjóta ansi skökku við, það er ekki svo langt síðan hrunið blasti okkur sem hann ekki frekar en nokkur annar í stjórnsýslunni hefur fengist til að viðurkenna ábyrgð sína á.
Strigakjaftur 8.1.15
Stappar nú fæti strigakjaftur
stundarglaður þrátt fyrir daman.
Hann ætlar að sporðreisa þjóðinni aftur
og taka ábyrgð á öllu saman.
Fólk er yfirleitt gott í grunn
en glepst til verri hátta
og mörg svo sál í sinni þunn
að sér ei vel til átta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2015 | 07:39
Lygar, svik og sori eru þjóðarvandi 7.1.15
Ríkissstjórn vorri ei sori sæm
en svik eru þjóðarvandi.
,,Læv is læv and tæm is tæm
þú byggir ei hús á sandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar