Sá góði og vondi 26.10.14

Enginn getur alltaf verið góður

ekki einu sinni Drottinn

en sumir eru öðrum betri

og aðrir líka verri.

Menn sækjast sér um líkir

telst oftar betra góðum þjóna

en alltaf verða einhverjir

að tilheyra þeim vonda.


Tryggð og hjálpfýsi 25.10.14

Sumir geta rúið sig inn að skinni

svo trygg eru þeirra vinabönd

en þeir eiga enga fórnfýsi í sinni

sem ei rétta nokkrum hjálparhönd.


Desert með hádegismatnum 24.10.14

Maður á aldrei að treysta

á þriðja augað

það er bannað

en þriðja fótinn

það er allt annað.

 

Maður á alltaf

að láta til skarar skríða

en ekki að bíða

annars fær maður ekki,

- sjúddi rari rei, sjúddi rari ra,

á Ægisgötu er tíðum líf og fjör.


Ástin ein 23.10.14

Menn lifa ei á ástinni einni

þótt yndið sé dýrt í sjóð

og sjaldan er betri sú seinni,

- sú fyrri hafi verið góð.


Fullkomnunarárátta 21.10.14

Þetta að verða fullkominn

farsælt má þér strikið

og mörgum er sú köllunin

bæði merk og sterk

en lát bara ekki áráttuna

angra þig of mikið

þá er hætt þér farnist svo

að koma engu í verk.


Ást 21.10.14

Ást verður til

þá yndi leikur stefið,

- enginn vinnur spil

ef að aldrei er gefið.


Skinnið sem sinnið 20.10.14

Margur í anda virðist veill

og veltir sér í mæðu.

Gott er að vera í hugsun heill

og halda góða ræðu.

 

Margur í anda virðist veill

og veikur í sínu skinni.

Gott er að vera í hugsun heill

og hampa glöðu sinni.. 


Á biðilsbuxum 7.10.14

Að skegg þá prýði piltar hugs´um

þótt pirrist af mörg kona

en gömlum manni á biðilsbuxum

bágt er að ganga svona.


Af spakmælum Svarra 7.10.14

Það eru allir kettir góðir

meðan þeim er strokið

en gældu ekki við naut

þú veist aldrei hvenær

það snýst á móti þér!

 

Kristindómur Íslendinga 2014

Kristindóm vér kennum best

er konunnar blóðgast nári.

Líknarar fólk hér myrðir mest,

- meira en þúsund börn á ári. 


Morgundagurinn 3.10.14

Það hefur enginn morgundaginn valdi sínu á

og ei því gott að vita hvað þá muni henda.

Hann settist upp í rúminu og horfði út í blá,

hugleiddi að dauðastríðið mætti vera á enda.


« Fyrri síða

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Okt. 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband