31.10.2014 | 11:08
Lygin 26.10.14
Þú getur eins og aðrir
brugðið lyginni fyrir þig
þegar mikið liggur við
og lát hana ei alltaf eiga sig
þótt sögð sé dyggðin besta,
- því berir þú sannleikann
fyrir hvers manns dyr
muntu hverjum manni
hvimleiður verða.
Bloggar | Breytt 2.11.2014 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2014 | 09:08
Yndið er fjölbreytilegt 31.10.14
Feigðin bíður Frónbúans
fái hann inni í kviði,
- það er yndið óþokkans
illu að verða að liði.
Óbótamenn 1980
Óbótamenn geta hreykt sér hátt
hvílíka brandaraeiða þeir sóru!
Átt hefur þeirra hugurinn smátt
hönd getur ritað orðin þau stóru!
Grey hér bisa líknarlúnir
af leigumorðum ærurúnir
gamna sér við grannans frú!
Spóka sig í fínum fötum
fara sloppar vel á rötum
kenna sig við kristna trú!
Ríkishórum ráða aurar,
renna á stjá sem ætismaurar,
henda kátt sitt hórarí!
Morðingjar og mannorðsþjófar
mega að sönnu kallast bófar,
sokknir djúpt í svínarí!
Murka börn úr móðurkviði
mergjuðu fylkja áróðursliði
til geldinga gráðugir hreint!
Eiða sína ekki muna!
Allt fyrir Mammonstilveruna
troðið niður ljóst og leynt!
- Grimmur er guðlaus maður!
Gleypir mútur trúverknaður!
Líknardráparinn handahraður
hugsar ekki um börnin smá!
Fjölskyldunum líka fargar sá!
Bófalið sjaldan bætt hefur raun,
bíræfnir leika svo fáum er rótt!
Enginn fær sviða í annarra kaun
einhverra valdandi gerða um nótt!
Dæma sig verkin djöflanna sjálfra!
Draga sér meira en nokkur frá segi!
Öll mín skrif gætu ei hlutast til hálfra
hryðjuverkanna er ske björtum degi!
Ei vil ég draga í dylgjur,
dóma eiga þrælmenni að fá!
- Gjöld eru glæpanna fylgjur,
gjaldi hver betur sem má!
Brjálæði stjórnvalda tekur sinn toll,
tekst þeim án vafa landið að eyða!
Gamlir og sjúkir á hvíslast með hroll:
,,Hvenær skyldi okkur farið að deyða?
Nýr Páfi 13.3.13
Í páfagarði er punktur og komma,
punga heimska að láta ei vígja,
eyða ei fóstrum og ekki að homma,
æptur er löstur Páfans nýja.
Bloggar | Breytt 2.11.2014 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 10:29
Skildi það skaði eða bót að mestu hryðjuverkamenn allra tíma á Íslandi yfirgefi landið? 30.10.14
Árið 1980 komst Alþýðubandalagið í stjórn á Íslandi eftir að hafa lofað þjóðinni gulli og grænum skógum í kosningunum svo sem að bæta lægstu launin og minnka launamisréttið og voru ásamt samstarfsflokkunum í aðeins eins manns meirihluta. Fljótlega efir kosningarnar lýsti ríkisstjórnin svo yfir að nú væri ekkert svigrúm til launahækkana og verkalýðsmálefnin loguðu í fréttunum. Verkalýðurinn fékk þó eftir mánaða harðvítuga baráttu þrjú eða fjögur% í kauphækkun ofan á sín lágu laun sem var auðvitað algjör skítur á priki. Hafið þið ekki heyrt eitthvað þessu líkt fyrr hverjir svo sem haldið hafa um stjórnartaumana á Íslandi?
Strax í kjölfarið krafðist svo læknastéttin 40% hækkunar og fékk það svo orðalaust að hvergi var minnst á það í umræðunni eftir á nema einu sinni í sjónvarpsfréttum og síðan hefur ekki mátt minnast á það í fjölmiðlum svo sem landsmálablöðum en ég margreyndi það á sínum tíma um árabil. Þetta hefur mér þannig virst allt ein allsherjar mafía sem stjórnar og stendur saman um óhroðann í landinu og hefur varið hann síðan fyrir orðræðunni
Hvað skyldi læknastéttin hafa haft svo biturt að vopni til að ná svo skjótt og fyrirhafnarlítið markmiðum sínum til ofurlauna og var þetta þó talin hálaunastétt fyrir þann tíma. Og síðan hefur heilbrigðiskerfið logað stafnanna á milli í niðurskurði á öllu og öllu öðru en launum læknanna sem sífellt hafa hækkað meira og meira hvað svo sem öðrum launum og rekstri heilbrigðiskerfins hefur liðið.
Jú, vopn lækna var að hóta að fara að öðrum kosti í verkfall gegn því að vinna óþörf og ónauðsynleg verk og það hreif svo snilldarlega að meira að segja alþýðuforkólfurinn Svavar Gestson félags-heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra í eins manns meirihluta samþykkti það sem þó honum hefði verið í lófa lagið að fella hefði hann haft snefil af dómgreind og heiðarleik gagnvart einkalífi fólksins í landinu og sjálfsvirðingu gagnvart loforðum sínum margendurteknum fyrir kosningar og verkalýðsforystan var lá öll lémagna hjá afvelta í sömu krónni og æmti hvorki né skræmti.
Nú eru læknar í fyrsta skipti komnir í alvöru verkfall og hóta að yfirgefa landið ef þeir fái ekki 30% ofan á kaupið sitt þegar alþýðu manna var boðið upp á aðeins 2,8% en ríkisvaldið býður læknum nú aftur á móti 3% svo mikið má segja að beri á milli. Ég tel að fyrir löngu hefði verið búið að grípa til þess ráðs að miða launahækkanir við krónutölur en ekki prósentur til launajöfnunar og minkunnar misréttis hefðu nokkuð örlað á heilbrygði og heiðarleik í fari meirihluta þingmanna á síðari tímum í landinu.
Landsflótti lækna gæti orðið mesta gæfuspor í sögu þjóðarinnar verði staðið svo að þeim málum að þeir létu verða af því sem auðvitað er vonlítið í landi eins og okkar þar sem samtakamáttur auðvaldsins er þannig vaxinn að þeir ríku gramsa alltaf meiru og meiru til sín á kosnað þeirra fátæku sem súpa svo dauðann úr skel. Vera lækna er fyrir löngu orðin að ég tel að mesta stríðsglæparekstri og harmleik allra tíma í landinu. Þeir hafa lengi drepið yfir 1000 börn á ári svo mörgum þurfa þeir að bjarga í staðin til að jafna út þá reikninga. Hvar ætli þessar slátranir á fólki, sem stjórnvöld fyrirskipa hér svo galvösk í landi þar sem nóg er af að bíta og brenna, taki eiginlega enda þegar þróun mála er yfirleitt alltaf þannig að gengið er skref og skref og skrefinu lengra.
Ég skora bara á böðla ríkisvaldsins að fara sem fyrst þeir eru fyrir löngu búnir að gera nægan óskunda þó lát verði á því og tel því fyrr vera því betra. Ég get ekki séð að þeir eigi neinn rétt á fleiri krónum en það sem hefur verið dritað í kaupauka til öryrkja og gamalmenna sem hanga á horriminni og hafa úr margfalt minnu að moða en þeir... Ég myndi frekar ef ég mætti velja að deyja úr sjúkdómum á lífsleiðinni eitthvað fyrr en ella vegna læknaskorts en að fá enga möguleika til að lifa af því ég væri drepinn af einhverjum mannræfli sem hefði slíkt að atvinnu fyrr en ég fengi litið þennan heim... Það er sagt að allt gangi í hring og sama sagan endurtaki sig alltaf aftur og aftur - og mörg sagan er svo ljót...
Þrár og þjóðskipulög
Til að viðhalda lífi er hin þrotlausa þrá
er þraut marga bugar ei rög,
þar taumlausar ástríður takast mega á
við tröllaukin þjóðskipulög.
Um ævina hef ég svo ýmsu kynnst
að orð mín ég tel með sanni,
Það er ekki vont að vita sem minnst
þá vefst það ei fyrir manni.
Drápseðlið
Minkurinn drepur af ánægjunni
af því að drepa
og dregur saman hræin,
maðurinn myrðir fyrir ánægjuna
af peningunum
sem mætastur hann virðir og þráir
oft eingöngu
þótt beri hann engann til þín kala
er hann alltaf til í slaginn
en hann býður kúnunum yfirleitt
góðan daginn.
Þar liggur munurinn á minknum
og manninum
að minkurinn kann ekki að tala!
Vegir syndanna
Glæpamaðurinn fyrstur fer
til fleiri verka að hugsa sér,
samviskan gengin,
samúðin engin,
- sá iðrar sem syndlaus er.
Vegið úr launsátrum 7.9.13
Af siðleysi einu samfélög hrynja
slóttugar níðsálir mannrétt ei virða.
Sterkasta vopn hinna stríðandi kynja
sturlunin launsátra börnin að myrða.
Brjálæði þingheims sýnir þjóð sem er spillt
og það að vitleysan við einteyming ei ríði:
Læknastéttin fékk 40% ofaná kaupið sitt
fyrir að taka þátt í landsins mesta stríði.
Ríkisstjórnin læknunum ræður með sönnum
til rangvega mútum er beitt hverja stund.
Hennar dýrustu ráð eru að dytta að mönnum
drápshendur verði þeim lausar um stund.
Illsefjaður maður vinnur ódæði með hrað,
æra hans fýkur sem fínmulið skarn.
Það þarf engan speking til að segja um það
á hvaða stundu barn verður barn.
Læknirinn drepur og læknirinn mer,
ljóst þó ekki allir haldnir glæpasinnu
en Landlæknirinn segir við lækna ef svo er:
,,Leita skulið ykkur þá að annarri vinnu!
- Að fella einn djöfuls fantinn með sér
til farsædar þjóðar á ég bendi,
- hverri vonlausri sálu er vill falla hér
í vígi fyrir sjálfs síns hendi.
Af stúlknaránum í Óhio 10.5.13
Til réttlætis mörgu er mismunað,
mannræninginn barði úr stúlkunni börnin
og fær á sig morðkærur fyrir það
en fríspil er læknanna þar er engin vörnin.
Eiðstafir og kristin gildi 11.5.13
Sjálfstæðisflokkurinn sá sér til meins
er sögðu menn: ,,Kristni upp hefjum"!
Eiðstafir sannarlega eru ei til neins
embættisglæpum að halda í skefjum.
Bænir allar sem fyrir bý 2013
Margur hefur bófinn bölið að oss hert
og bænir allar verið sem fyrir bý.
Við getum ei ráðið hvað okkur er gert
en við getum ráðið hvað við gerum við því
en það er sama sagan og sögnin er ei hlý,
- sturlanir þeirra stöðvar ei neitt
nema stungur hjörtun í.
Frá sjónarhóli stjórnvalda 2013
Hversu sem við marga myrðum,
máli skiptir ei hvernig fer,
- þetta eru allt skepnur
hvort sem er!
Í dimmunni
Fantarnir skvetta úr fötunum
fær margur undan að skjálfa.
Skilning fá fæstir á hlutunum
fyrr en káfar upp á þá sjálfa.
Heimurinn er harla grimmur
hvergi skjól öruggt að fá.
Hann er bæði dökkur dimmur
dragnist ei sólin á stjá.
Morðingjar skuggunum skjótast
skelfdan ber margan af leið.
Glæpa er launráðið ljótast
er líknarinn bregst sínum eið.
Um ógnarstand þarf ekki að ljúga
Ísland ber nú víða á góma.
Úr þjóðinni margir merginn sjúga
munu fáir af hljóta dóma.
Kirkjan er ræfill og riðin í haft
ríkisstjórn lætur sig merja.
Hún ætti að rísa upp rífandi kjaft
og reyna sitt fólk að verja.
Bloggar | Breytt 3.11.2014 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 00:33
Gráfíkjurnar 30.10.14
Illt er að vera unglings grey
sem yndið þekkir varla
en gráfíkjurnar gella ókey
við gráafiðringskarla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 00:23
Móðirin 29.10.14
Ég vinn oft svo mikið
að af því fæ strengi
því hátt er ekki kaupið
og erfitt að fleyta sér.
Í útréttingar fer ég
og oft er þreytt og lengi
því anga litlu skinnin
hanga í fótunum á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2014 | 22:56
Láttu sem ég viti það 29.10.14
Hvaða mannlegir þættir skildu stjórna því að fólk kjósi yfir sig sömu trúnar- og forvígismennina sem marg hafa svikið sín loforð við það og hlunnfarið það aftur og aftur árum og jafnvel áratugum saman og meira að segja þrátt fyrir að margir aðrir möguleikar áður óreyndir séu í boði eins og t.d. í pólitíkinni á Íslandi á síðari tímum.
Ætli hin þrældrepna þjóð okkar í kosningar og verkalýðsmálum geti nú sem fyrr um langan tíma ekki losað alþýðuna við Gylfa Arnbjörnsson sem ég tel vera orðinn nógu dýr (að ég tel um hundraðruðir milljarða hlunnfarnaður fyrir bankana og auðvaldið) við að vinna málstað hennar sviksamlega þrátt fyrir oft góð upphlaup í orðræðu fjölmiðla, - menn verða að gera ýmislegt til að sýnast og halda þægilegu djoppi sem gefur af sér margföld verkamannalaun!
Í forsvari margur oft hofs hefur móð
með hrakmenni að deila út raunum.
Að standa einn með viti gegn vitlausri þjóð
virðing´ fær sjaldan að launum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2014 | 12:06
Sénsinn 29.10.14
Ein fór konan upp með glens
andagift að smíða:
Sú er aum sem hefur ei séns,
- allir vilja ríða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2014 | 00:49
Geir Haarde sendiherra
Betra er góða að eiga að
er á bjátar vandinn.
Þó hann legði þjóð í svað
þroskast gæti andinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2014 | 19:42
Beiðni/ áskorun til 7 þingmanna 28.10.14
| 19:32 (fyrir 5 mínútum) ![]() | ![]() ![]() | ||
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2014 | 12:23
Spurning dagsins 27.10.14
Við félagarnir Finnbogi Geir sömdum þessa morgunandakt:
Er það, var það, ætli það sé
auðna eða bagi
að mér græddist mikið fé
og meyja af besta tagi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar