Faseignagjöld 7.11.17

Enginn getur hér lifað af

án þess að hafa hús

og heimta af því skatta

kann ekki lukku að stýra.

Menn hafa varla efni á

o´ní sig að kaupa bús,

eina sem menn megna

er blótsyrði saman tvinna.

 

Bjarni ben
á sína glæpi er gleyminn
á glapstigunum 
gengur margur ófeiminn,
ganga um
sem eigi allan heiminn.
Þeim er ei gjarnt
að éta sjálfir trosið.
Mætti ekki fara,
þurrka af þeim brosið?

Sigmundur hvattur 

Það er sýnt

að sýður nú á keipum,

ætlarðu láta ríkisstjórn

renna þér úr greipum?

Ég held þú ættir að

hysja upp um þig brækur,

og heimta stjórnarmyndun

frískur klár sem lækur

en forðist þú enn

á fátætinni að taka

og fellir ekki á brautu

verðtryggingarleiðir

þá mun ég að þér

óbænir þessar skaka:

– go to hellands steiðir!


Af skákferli mínum 5.11.17

Ég held að faðir minn hafi fás notið betur en er ég sagði honum afrekssögur af sjálfum mér.

Við systkinin vorum ein af þeim mörgu börnum er fengu kassa ein jólin er innihéldu ýmsa leiki og kom sér vel víða að ég tel í fásinninu. Eitt leikjasettið var fyrir skák. Það mun hafa dregist lengi með að okkur væri kennt að tefla. En faðir minn var búinn að kenna mér talsvert í því er mér var komið til Keflavíkur í fóstur vetrarlangt eftir að mamma okkar dó.

Það var fermingarveturinn minn og í sveitinni tóku börn fullnaðarpróf 13 ára vegna lítillar kennslu þar sem yfirleitt var annan hvern hálfan mánuð og skiptust þá á eldri og yngri börn með skólavistina. Í kaupstöðunum var samfelld kennsla alla vetur og tóku börn þar fullnaðarpróf árinu yngri 12 ára gömul. Ég lenti því með 12 ára krökkum í bekk er til Keflavíkur kom og vorum við 34 að tölu í honum.

Þar var haldið skákmót um veturinn og tefldu allir við alla. Ég vann allar mínar skákir til þeirrar síðustu sem reyndist mér svona sögulegt að ég færi þetta í letur. Þá mætti ég skólameistaranum sem líka hafði unnið allar sínar skákir. 

Voru margir sem fylgdust með spenntir um úrslitin. Ég var nú ekki orðinn taugaveiklaður á þeim árum og tók því öllu með stökustu ró og sýndi algjöra yfirburði og gjörsamlega rústaði liðið hjá andstæðingnum. En komst þá óvænt að raunum um að bölvanlega hafði vantað í kennsluna hjá föður mínum. Þar sem ég þrengdi og þjarmaði að andstæðingnum með fjölda mönnum hrópaði hann allt í enu upp yfir sig: - Ég er patt, þetta er jafntefli! Þetta orð hafði ég aldrei heyrt áðum um skák en fékk útskýrinar á því fljótlega í framhaldinu. Þar með eru sögulok.

Falla gullkorn eitt og eitt

en ekki á hvurt strá!

- Ýmsum þykir ekki leitt

afrekum segja frá!


Umræðan 5.11.17

Kynferðislegt ofbeldi

nú heimsbyggðina skekur!

Þetta fær á sig karlastóð

fyrir að sýna konum dekur!

Þeir hefðu kannski ekki átt

á þeim lina tök

en reyna að berja þær betur!

 

Reyndu að deyja sáttur 5.11.17

-Tapaður dráttur

kemur aldrei aftur,

umlaði gamall raftur

og ekki deyr sá sáttur,

slíkur er kynlífskraftur!


Ort í rökkrinu

Alli vinur 4.11.17

Lífið er ekkert einfalt,

- eins dauði er annars brauð,

Ég gæti þakkað það margfalt

er Þórður mér soninn bauð.

 

Reyndu vinur sorgina sefa

ef sækir að gráturinn.

Mikið má fyrir gleðina gefa

og góður er hláturinn.


Í Karphúsinu 3.11.17

Margir vilja fækka flíkum

og faðmast grimmt í sorateymi.

Illu heilli að öllum líkum

- örlar á Vinstri-stjórnar-geimi.

 

Það vill oft fara upp í loft

ýmist sem niður skal snúa,

þegar vargar þenja kvoft

þröngsýni, heimsku og lúa.


Aumingjar kveina 3.11.17

Fegursti hljómurinn 3.11.13
Ekkert hljómar eins vel
og aumingjar sem kveina.
Höfðingjar og heldri menn
í hlátursköstunum veina.
Allra bestu öskrin fást
aumur grimmt sé riðinn,
- haldið ekki að helvítin
haldi nú um kviðinn??

Nú hefur forsetinn falið Katrínu Jakobsdóttur VG stjórnarmyndunarumboðið illu heilli að mestu líkum því ég tel að Sigmundur sigurvegari kosninganna hefði átt að fá það.

Okkar eldri þingmenn eiga flestir eða allir dapurlega níð- og hrakfallasögur varðandi fátækt í störfum á Alþingi og Katrín ekki síður en aðrir en sem betur fer hafa margir þeirra fanta týnt tölunni.

Svo eru menn að nefna að Flokkur fólksins fari í stjórn með þeim eins og ekkert beri það á milli.

Öryrkja og aldraða vantaði mikið upp á framfærslu til nauðþurfta er kreppan skall á og þá fundu VG

Og Samfylkingin sér helstu leið til fjáröflunar að byrja á að skerða launin þeirra og leiðrétta þau ekki til baka þótt þeir gerðu það við þá hálaunahópa sem síðar komu til skerðingar. Auðvitað hrökluðust þessir óaldaflokkar frá í næstu kosningum með fyrirlitningu allra betri manna á bakinu en þeir hefðu að auki mátt hafa nokkur skóför á botnunum – þótt svo það hafi aldrei þótt lánlegt að sparka í hræ.

Þessi skerðing á fátækum ku fyrir nokkuð löngu síðan muna þá 40 þúsund krónum á framfærslu á mánuði og sjálfsagt orðið nú mikið meira. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að hefði Sigmundur í næstu ríkisstjórn á eftir komið fram sem heiðarlegur maður og lagfært þetta svínarí gagnvart fátækum, þá hefði hann ekki fengið stærstu mótmæli Íslandssögunnar fyrir spillingu og orðið að hrökklast frá völdum,með skömm, almenningur hefði haft samúð með honum og fyrirgefið honum þótt hann hnyti á siðferðisbrautinni og lygi sér til bjargar.

Að lokum vil ég segja: Mér sýnist sama markmið flokksforingjanna og verið hefur, nema Ingu Snædal og kannski Sigmundar, því ég held hann hafi séð að sér, að finna einhverja sér aumari til að níðast á.

Sneipstu þín Katrín 3.11.17

Þú hefur nítt fátæka,

falskt er þitt geð,

Fyrirlitning minni

vil ég að þér læða.

Ei verður neitt annað

af þessu séð

en ómennsku þína

sé hér um að ræða.


« Fyrri síða

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband