Allt innan fjölskyldunnar

Oft menn heyra orð í rabbi

sem ei er talið gott að flíka:

- Þú gerir það mikið betur en pabbi,

ja, þetta segir mamma líka.


Í ofríkinu er vændi bannað 2012

Sverfi að hungur síst er það grín

í sinnuleysi að fást ekkert að,

- situr á stórfé sætan fín,

súr að mega ekki notað það.


Sáluhjálparinn 2013

Presturinn messar í rigningu
kirkjuþakið er hrip
og meðhjálparinn hvíslar:
,,Það er komið skip”.
Hún bindur á messuna endi
æsist til glaðari sinnu,
- lífið er vændi í aukavinnu.


Þarfaþing nútímans 2013

Veistu hvernig þú kemur

fjórum hommum í einu

á einn eldhúskoll?

Trúi ég það sé auðveldara

en að haldið þið:

Þú snýrð bara stólnum við.


Saga úr nútímanum 2013

Það voru frjálslynd vinapör
sem voru orðin þreytt
á því sama í svefnherberginu
og fá vildu um breytt
og svo fór eftir kvöldpartíið
að makaskipti gengu
og ekkert höfðu upplifað eins
og sæluna er þau fengu
þar til annar maðurinn mælti:
- það er ei færri mig lagi
að forvitnast um það
hvernig stelpunum gangi.


Þetta er allt einn allsherjar blekkingarleikur 11.12.14

Í útvarpsfréttunum var sagt frá 7 klukkutíma fundi við það eitt að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið og að allar tillögur stjórnarandstöðunnar hafi verið felldar.  Þar kom m.a. fram að stjórnarandstaðan hefði viljað bæta kjör öryrkja.

Það mætti segja mér að það hafi komið frá Árna Páli og félögum hans í samfylkingunni. Það er reynslan að vinstri menn eru öryrkjum ekkert skárri ef ekki miklu verrri þegar þeir eru í ríkisstjórn. Þetta er því bara gert til að blekkja fólk og reyna að vinna sér inn atkvæði því þeir vita sem er að ekkert annað kemur til greina en níð á þeim og meira níð.

Skýrasta dæmið um misskiptingu fátækra og ríkra, vinstri stjórnarinnar voru þau að endurgreiða hálaunamönnum með vöxtum og ýmsum fríðindum svo sem fríum gleraugum allt sem af þeim var tekið en fátæklingarnir fengu engar leiðréttingar og fá ekki á sínu og það er óhætt að endurkjósa Fjórflokkinn í næstu kosningum og treysta á að það vari. 

Þetta er nefnilega einn allsherjar blekkingarleikur!  Fyrstu verk vinstri stjórnarinnar með Árna Pál í forsvari sem ráðherra voru þau að skera niður laun öryrkja á hinn hroðalegasta hátt.og þá var engin stjórnarandstaða til að halda uppi fyrir þá vörnum.  Þetta voru nefnilega vinnubrögð eftir forskrift hægri manna sem og í flestu öðru hjá þeim. 

Svo þegar ASÍ samdi um launahækkanir kom þar fram eðli óheiðarleikans og óhroðans fyrir allavega tvisvar sinnum sem ég man eftir að allir fengu sitt umsamda nema öryrkjar og gamalmenni þeir fengu bara náðarsamlegast helminginn.  Gylfi Arnbjörnsson rauk þá upp með kjaft eins og vanalega til að sýnast fyrir þjóðinni en gerði ekkert frekara í því, svikarinn sá arna, því þetta er eins og ég sagði áður bara einn allsherjar blekkingarleikur.

Gaman væri að vita hve margir kennarar og læknar eru á Íslandi? Af hverju að hækka kennaralaun um 15% & núna og það nýjasta að hækka læknalaun um 20-30% og jafnvel 50% Það er hvergi nefnt að þetta haggi stöðuleikanum né verðbólgudraugnum. En ef auminginn vill fá 3-5% hækkun þá hrópa stjórnvöld og áhangendur þeirra svo sem seðlabankinn og ASÍ um að allt sé í voða.  Ég hef margskorað á Sigmund, Bjarna og Kristján J. heilbrigðisráðherra að setja lög á læknadeiluna og færa þeim sömu krónutölu kauphækkun og það sem öryrkjar og aldraðir hafa fengið.

Marin skinn 2014

Margra hefur marið skinn

á mjóu bökunum skakið.

Kjósirðu fjórflokkinn

færðu hann í bakið.


Fjárlögin í algleymi 10.12.14

Ríkisstjórn Sigmundar fallandi fer

á fjárlaganefndinni margur er bit.

Hin þrotlausa vanhæfni þreytandi er,

- þetta að sýna fátækt ekki lit.


Ástin míní 9.12.14

Að fólk laðist saman sjaldan er bagi

og sérhverjir hafi sinn stíl.

Elskast má lengi með allskonar lagi

í litlum og kyrrstæðum bíl.


Um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi

Ég sendi Vigdísi Hauksóttur nokkrar línum í meili í morgun:

Í febrúar 2011 lagði velferðarráðherra fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi.  Ég hef ekki getað séð að neitt tillit væri tekið til þess og eina ferðina enn valtar nú fjárlaganefnin yfir hagsmuni lífeyrisþega.

Sæl Vigdís, 

þið eruð að bregðast láglaunafólkinu

í nefndinni sem þú ert formaður fyrir.

Þetta lá þá fyrir þér Vigdís mín að sligast niður þegar mest á réð að þú stæðir þig,

hefði þér ekki verið nær að hunskast heim til þín eins og annað óverkafært fólk gerir og lifa á þeim launum sjálf sem þú ætlar öryrkjunum og gamalmennum til að lifa á í landinu?

  1. Kv. Einar Sigfússon
  2. og ljóðmæli dagsins:

Formaður fjárlaganefndar 9.12.14

Ef ég ætti mér bæn að bera fyrir Drottinn,

bæði ég innilega Viðdís mín að þú dyttir í lukkupottinn

að fá að lifa á ölmusum og örorkulaunum,

- ekkert henti þingmann betra en lenda í þeim raunum.

Það er talið líkast því að öðlaðist heiminn hálfan

en hver skilur dýrðina fyrr en káfar uppá hann sjálfan?


Af öllu nóg 7.12.14

Oft var smátt er andann dró

svo úr mætti græðgi rakna,

- gott er að eiga af öllu nóg

og einskis hafa að sakna.

 

Salt í grautinn 

Öryrkjanna er ekki grín

ófarnaðar þrautin:

Sem öðrum er þeim óskin fín

eiga salt í grautinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Des. 2014
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband