Í sambúð 30.12.14

Að fara í stríð við makann

eigi við mig það rengið,

ótrúlega sé heimskulegt

að halda geti gengið.

 

Menn brenna sig á ýmsu

og láta sig það hafa,

sækja í að hafa makann

strengdan sem á klafa.

 

Hvað skyldi þá til ráða,

hver vill slíku sætta?

Er ekki best fyrir báða

sambúinni að hætta?

 

Æða sundur og saman,

sátta er ekki glýja

en alltaf sama sagan,

það er ei neitt að flýja!

 

Sligist þú niðrí rúmið

syndina tel ég meinta,

ekki mæli ég með því,

eftir að hafa reynt það.


Um boðskap friðar 29.12.14

Það þarf að drepa þá góðu
svo þeir vondu komist að
einkanlega er þeim hætta búin
er hampa boðskap friðar.

Gandhi og Lennon dauða skjótt til bar, 
Lincoln og Kennedy henti þetta líka,
með Martein Lúter King einnig svo var
að máttu þeir allir fyrir kúlum víkja.

Það má kannski kalla það sem betur fer
á landi voru að eiga enga slíka.
Skyldu ei meiri líkur eða hvað haldið þér,
veðja á stríð og hlaða undir ríka?


Skörulegur þingmaður 29.12.14

Það er margur þingmaðurinn skörulegur til góðu málanna þegar hann er í stjórnarandstöðu á þingi. Einn slíkur frá Samfylkingunni fer í dag á kostum í Fréttablaðinu og Vísi að því sem sagt er frá og vekur verðuga athygli, fyrirsögnin er: - Komum þeim frá, og þar er hún að tala um núverandi ríkisstjórn. Mér varð á að kommenta aðeins á greinina: 

Hefðu vinstri menn staðið við sín stefnumið um jafnaðarmennsku og sín baráttumál til fjölda ára á Alþingi er þeir komust í stjórn en ekki bara yfirleitt það þveröfuga við það þá væru þeir enn í ríkisstjórn og flest vandamál alþýðunnar leyst eða komin á rekspöl með það. 


Vilhjálmur Birgisson 2014

Hann Vilhjálmur Birgisson vinnur okkur í dag

að verkalýðsmálum og svíkst ei undan merkjum.

Þar hefur mörgum svikara verið smátt um hag

og soltinn verkalýðurinn komist af með herkjum.


Biskup Íslands 2014

Biskup væri bestur vorri þjóð

sem barns væri eytt hans lík

svo berjast þyrfti ei fólkið fyrir

framfærslu hans án slaka.

- Það er nú einu sinni þannig

að allt er pólitík

og prestar þjóðarþrælmenni

þátt í vilja ei taka.


Samtal á jóladagsmorgni 2014

Dóttirin: - Hvernig ætli það hefði verið

hefðir þú fæðst milljóneri

pabbi minn?

Faðirinn: - Ætli ég hefði reynst nirfill

og vesalmenni eða hvað?

Dóttirin:  Ja, það er nú það?


Skellir 24.12.14

Blessun margra er býsna veik.

berast skellir víða um heim,

það verða margir að vaða sinn reyk,

virðist ei hægt að hjálpa þeim.


Peningar, lukkan og dáðin 22.5.14

- Flest gengur fyrir peningum,

fáirðu aura mörg skapast ráðin,

lífið er líkt og kasta teningum,

lukkan gildir meiru þar en dáðin.

Í stjórnir vaða valdsins fantar

sem velvilja tíðast allan vantar.

 

Heldri mennirnir hugsa smátt,

höstu er ei sjaldan að þeim veitt.

Af fátækum þeirra gleypir gátt

og greiðir þeim svo helst ei neitt.

Þar sjaldan er um annað að ræða 

en að láta fólki í nauðum blæða.


Hvers er að vænta 25.5.14

Höfðingjar vaða með hálsana reista,

hvers sé að vænta er oft hulið móðu,

erfitt að fullyrða er aðra er á treysta,

hvort áhugi sé þá á slæmu eða góðu.

 

Að viskan sé stopul mér virðist í reynd

til vitleysu drýgst er oft nenna.

Æskan er dýrkuð við eldri erum gleymd

með öryggi af reynslunni að kenna.

 

Til hollustu ráðanna hef bogann spennt,

hampað oft viskunni í stuttum línum.

Ráð dreg ég af því er reynsla hefur kennt

ráhollur að sönnu er ég vinum mínum.

 

Leggðu þig fram við allt sem þú gerir,

þrjóskastu við ef þig tekur í stert.

Svo er ekki verra sem best þú þig berir

og básúnir þetta sé ei lengi gert.


Samsláttur 17.5.14

Hann er ei við sinnuna sáttur

sækir hún lítt að konum,

- það ku hafa orðið samsláttur

í stýrikerfinu hjá honum.

 

Flestum er framtíð sem glýja

er fá þeir í gegn ei séð.

Óhægt mun forlög að flýja

þó falli ekki vel í geð.


Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Des. 2014
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband