25.4.2015 | 07:00
Loforðasvikarar, Haffi sendir línur 24.4.15
Þar sem ríkistjórnin var búin að lofa að fella verðtrygginguna niður á neytendalánum en ætlar nú að svíkja það eins og svo margt annað, þá verðum við að fá verðtryggingu á launin okkar þar til staðið veður við loforðin. Það er ekki hægt að tala um þjóðarsátt eða að allt fari úr böndunum ef verkamaðurinn einn ætlar að fá leyðréttingu launa sinna.
Allar aðrar stéttir í landinu eru búnir eða eru að fá leyðréttingu sinna launa og nú á enn og aftur að láta verkamann þessa lands sitja einan eftir með 3% launahækkun sem etin verður upp hraðar en blekið nær að þorna á pappírnum. Allar nauðsynjavörur hafa hækkað um 10-20% síðastliðiðna 12 mánuði þó að ísskápar, þvottavélar og sjónvörp hafi lækkað um 20% þá lifum við ekki á raftækjum einum saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2015 | 08:08
Hvar skyldi boðin meiri vesalmennska til mannvirðinga en í Fjarðabyggð?
Bæjarstjórnarfulltrúinn 24.4.15
Sá ekkert gerir, gerir ekkert rangt,
- görmum er oft strokið blíðast.
Þótt væði í störfin var sjaldan langt,
vesalmennska hans fengi að líðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2015 | 11:38
Haffi sendir línur, Sanngjörn launakrafa 21.4.15
Sangjörn launakrafa lægstu launa eru 230% og stafar það eingöngu vegna þess að þegar laun hafa hækkað undanfarin misseri hafa laun millitekjufólks og hálaunastéttarinnar hækkað til samræmis við gengi krónunnar gegn evrunni. Og til að lægstu laun standist þann samanburð þurfum við þessa hækkun. Sem ætlar allt um koll að keyra i þessu samfélagi, þvi það eru ju við sem höldum uppi stöðugleika landsins svo aðrar stéttir geti haft það gott.
Svo 2-3% launahækkun er ekkert annað en hreinasta móðgun og lítilsvirðing fra bæði stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins. Þó að kr:300,000 a mànuði yrði samþykkt þa er það ekkert annað en móðgun við lægst launaða folkið i landinu.
Verkalýðsforingjar ættu að skammast sín fyrir svo ömurlega hækkun. Gaman þætti mer að sjá Gylfi Arnbjörnsson lifa a kr:300,000 ju hann er með rúma milljón meira en það a mànuði og hefur alltaf verið a bandi atvinnurekenda en ekki launþega, þó hann þiggi laun fra launþegum. Fra þvi að hann var endurkjörinn síðast þa hefur hann þagnað ,,Silent of the Lamb"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2015 | 10:05
Opið bréf sent á meili til Sigmundar og Bjarna 18.4.15
Góðan daginn,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2015 | 08:20
Bónusar, Haffi sendir línur 17.4.15
Næstu kostningar munu snúast um ofurlaun, Bónusgreiðslur og arðgreiðslur. Það er þarna sem skipting þjóðar kökurnar fer fram ásamt auðæfum þjóðarinnar og arðgreiðslna þeirra er nota. Það þykir ekki lengur teljast til hárra launa að vera með rúma milljón a mànuði. En það ætti einmitt að setja ofurskatta a þa sem eru með meira en tíföld verkamanna laun. Og bónusgreiðslur ættu ekki að geta farið yfir árslaun verkamanns, nema þa fa a sig ofurskattlagningu sem er um 80% skattur.
Og arðgreiðslur ættu aldrei að geta orðið hærri en sem nemur 10 sinum hærri en lægst launaði maður þess fyrirtækis hefur a mànuði. Einhvernvegin verður að koma höndum a þetta fjármagn sem streymir endalaust i færri vasa og það i bílförmum.
Áður en við kjósum næst skal spyrja stjórnmàlamenn hvernig ætlar þu að taka a skiptingu þjoðarkökunnar? Og lata viðkomandi skýra það ut. Aldrei hefur útgerðin skilað öðrum eins hagnaði og nú, aldrei hefur ferðaþjónustan skilað öðrum eins hagnaði og nú og aldrei hafa hátækni og sprotafyrirtæki skilað öðrum eins hagnaði og nú. En alltaf herast sömu grát stafirnir og gnístandi tanna þegar verkamaðurinn ætlar að fara fram a òásættanlega launa hækkun kr:300,000 a mànuði.
Hvaða bull er þetta eiginlega? Lágmarkslaun i þessu landi ættu ekki að vera minni en kr:680,000 eða kr:416,000 ef skattleysismörkin næðu þangað. Þó að verkamaðurinn hefði kr:680,000 a mànuði þa væri það ekki nema 10% hærri árslaun en Rannveig Rist hefur i mánaðarlaun!
Það er heart breaking að horfa a það i sjónvarpi gærkveldsins að kona sem unnið hefur hjá HB Granda ehf. Skuli ekki hafa nema rúmar kr:200,000 a mànuði i vasann fyrir 8tíma dagvinnu. Hvar er dugur Alþingis i þessum málum? Það þíðir litið fyrir Simba litla að tala um að þetta se ekki rétt nú a tímum. Taka þarf a þessu með festu og hækka skatta a þessi ofurlaun, bónusa og arðgreiðslna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2015 | 14:35
Mörg er kreppan 15.4.15
Oft er kreppt að öryrkjunum,
eiga sjaldnast góða vist.
Ríkisstjórnir margar munum
er mannrétt brutu seint og fyrst.
- Hvað sér sér vesælla,
sár til nautna í fantur sargar.
Vinstri stjórnin sveik okkur illa
ei að koma fátækum til bjargar.
Böðlaði níðsins brjálsemi til vega,
byrjaði á að skerða þá rækilega.
Þó um misréttið kvarti hver kjaftur,
kemur þeim ei leiðréttingin aftur.
Bloggar | Breytt 19.4.2015 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2015 | 10:13
Af orðum föður míns 15.4.15
Flestir sátu fyrrum hljóðir
er faðir minn leiddi orð til vega.
Mörg var speki hans mæt og greið,
meðal annars á þessa leið:
,,Það vilja allir vera gáfaðir og góðir
en það tekst bara svo misjafnlega"!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 17:46
Haffi spyr, ertu gunga eða bara heimskur?
Er það ekki pólitískt vald sem ætlar ekki að lata utgönguskatt bankanna (hundruðir milljarða) koma til móts við verkamenn i þessu landi? Væri ekki rétt að hækka persónuafsláttinn upp i kr:500,000pr man þannig að verkamaður þessa lands geti dregið fram lifið þó hann þurfi kanski að vinna tvær vinnur til þess Arna? Nei það a að nota þessa peninga til að styrkja innviði fólksins sem a allt i þessu landi.
Hverjum vað það til dæmis til hagsbóta að lækka vörugjöld a heimilistækjum og sjónvörpum? Það var allavega ekki laglaunamanninum til hagsbóta, launin hans fara i afborganir/leigu fasteigna þeirra og restin nær ekki til annars en að kaupa i matinn og gerir það ekki einu sinni hjá mörgum.
Hvað þa ef viðkomandi veikist eða missir vinnuna. Her er við völd flokkar fólksins sem a allt. Hvenær ætlar folk að opna augun og kjósa eða mótmæla rétt? Þó að amma þin eða pabbi þinn hafi alltaf kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn þa þarft þu ekki að apa allt eftir þínum foreldrum, eða er þitt sjàlfstæði ekki meira en svo? Ertu fædd(ur) ,,Gunga"
I landi alsnægta og gífurlegra auðæfa ættu skattar að vera lágir, laun hà og velferðarkerfið allt frítt!
Við eigum það mikið af auðlindum og erum svo fa að her ætti allt að vera ,,það besta i heimi"
En hverjum er að kenna að svo se ekki? Ju það er þér að kenna þar sem þu kýst það sama og foreldrar þínir gerðu. Getur þu ekki hugsað sjálfstætt? Eða ertu gunga?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 12:07
Haffi sendi mér línur um launamál
Alltaf gaman að heyra stjórnmàlamenn tala um að við Íslendingar eigum svo miklar auðlindir. Það væri gaman að eiga þær ef við fengjum sanngjarnan arð af þeim. En ekki að þeim sê úthlutað nànast gjaldfrítt til vina og vandamanna þeirra sem stjórna landinu. Og talandi um að flytja ut rafmagn, ekki væri það nú gott fyrir okkur Íslendinga þ.e.a.s. Hinn almenna borgara, þa mundi rafmagnsverð hækka til muna. Miðað við þau auðæfi sem við Íslendingar eigum þa gætu skattar verið làgir og velferðarkerfið allt að vera frítt. Og làgmarklaun ekki undir kr:500,000 pr màn. En þetta er allt pólitík. Pólitíkusar nútinans hugsa bara um sjálfan sig og sína nànustu og þess vegna er öll kakan þeirra og almenningur fær milsnuna sem fellur af borðinu.
Það eru stjórnmàlamenn sem setja lög i þessu landi, þannig að hægt væri að banna bónusgreiðslur, allavega þær sem fara fram ur öllu hófi. Bónusgreiðslur ættu til dæmis aldrei að geta verið hærri en sem nemur 1millj à àri. Og svo ætti að banna arðgreiðslur og nota frekar féð til að borga hærri laun. En þessar arðgreiðslur eru einmitt notaðar til að þurfa ekki að borga hærri laun. Þvi að eftir að fyrirtækin borga hagnaðinn ut sem arðgreiðslur, þa eru engir peningar eftir til að borga hærri laun.
Sniðugt fyrir fyrirtækjaeigendum og hluthafa að geta farið svona með launþegana syna. En þetta er eitt af þvi sem stjórnmàlamenn setja i lög, þannig að það þarf bara að breyta lögunum. Svo einfalt er það nú! En þegar breyta a lögum þar sem miklir peningar eru þa verður allt vitlaust eins og þegar atti að setja a bankaskatt og einnig þegar atti að setja a veyðigjöldin a útgerðina. Það er nóg að fàar raddir heyrist fra peningaöflum um svo að allt se barið ut af borðinu.
En ef kemur að þúsundum almennra borgara sem vill fa mannsæmandi laun þa er það barið biður með de samme. Ja maður sér vel með hverjum stjórnmàlamenn standa, þrátt fyrir falleg fyrirheit og loforð rétt fyrir kostningar. Það virðist vera sama Rassgatið à þeim öllum þegar þeir svo setjast i stólinn sinn þá fjúka loforðin og fyrirheitin ut um gluggann og við tekur eiginhagsmunapot og vina greiðar. Enginn stjórnmálamaður hefur það þor og dugnað sem okkur Íslendinga vantar. Allt eru þetta gungur og heigulskapaðir menn/konur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2015 | 05:07
Ekki blæs byrlega varðandi betri tíð alþýðu manna 9.4.15
Kjósirðu Fjórflokkinn færðu hann í bakið:
Það er sárhryggilegt eða frekara sagt hlægilegt eftir því hvernig menn taka á því að ekki sé farið fram á meira en 300 þúsund krónur í lægsta kauptexsta og það á þrem árum. Þvílík bágbilja! Hvergi er minnst á verðtryggingu launa eins og hálaunamenn hafa og hafa haft til fjölda ára með því sem kallað er Kjaranefnd og leiðréttir kaup þeirra í takt við verðbólguna.
Þetta þýðir væntanlega að verkalýðsforustan ætlar sér að semja upp á mikið minna, trúlega svo sem 240 til 260 þúsund sem ég tel alveg fráleitt varðandi það sem húsnæði kostar og allt annað við að framfleyta sér í landinu.
Ég vil nú helst kalla 3,5% tilboð eins og boðið er nú til hækkunar lægstu launa vera frekar sem háð og spott en nokkuð annað. Ég tel nokkuð ljóst að þessi 20% launahækkun sem stjórnvöld halda fram að læknar hafi fengið séu heinar lygar og uppspuna til að dylja sannleikann fyrir þeim sem á eftir koma með kröfur sínar.
Ég minnist fæðimanns sem kom í sjónvarpið og mér fannst mjög trúverðugur í máli sínu og sagði það sem ég hafði ímyndað mér áður vera sannleikanum nær. Hann hélt því fram að læknar hefðu fengið 50 til 70 % launahækkun. Enda sögðust þeir marg sinnum aldrei sætta sig við minna en 45% og gætum svo að því að þeir voru hálaunamenn fyrir og eru að ganga beint í sjóði almennings.
En þetta er allt í fína, fína lagi með óheilyndi og óhugnað sem fátæklingar verða að upplifa aftur og aftur af stríðsherrum stjórnmálanna. Það hefur sýnt sig ríkulega kosningar eftir kosningar að sömu fantarnir eru endurkosnir aftur og aftur til sömu trúnaðarstarfanna fyrir fólkið og klappað fyrir þeim sem verst fóru með það í von um farsæld og betri daga.
Stjórnarfar er víðast hið sama 9.4.15
Enginn sem stjórnar ber ábyrgð í reynd,
auðvaldið fátæka níðir og þrúgar.
Heimurinn er fullur af óhamingju og eymd,
áhrif virðast sömu hverrar trúar.
Bloggar | Breytt 12.4.2015 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar