Skiptar skoðanir 26.5.14

Að vera borinn ofurliði

ætla ég flestum kross

og ofríkið af slæmum sið:

,,Mér hefur alltaf þótt vænst

um þær konur og þau hross

sem ég hef ekkert ráðið við“!

- Ei til slíks ég yndi finn

 en þetta sagði hann faðir minn.


Fjarðarbyggðar sveitastjórnin 2012

Ýmsir buðu oft mér fár
aldrei ég sendi þeim rós
frekar sem klofið kviðarhár
kveðjur með nógum fransós.

Eftirfarandi sendi ég Sveitastjórninni í Fjarðabyggð og bæjarstjóra sem niðurlag á bréfi:2012

Fjarðabyggðarsveitarstjórninni ferst illa hér,
þeim færi betur að vera á örorkubótum.
Jón Björn er vort fíflið, sem hæst hreykir sér
en höfuðstyrkinn vantar upp frá rótum.

Heimilisuppbótina hentar þeim af mér naga,
það hefur hver sinn djöful að draga!
Stjórnarskrá og mannrétt þeir virða ei vitfirringar
á veikum sem öldruðum snauðum.
Fjarðabyggð stjórna enn gjörspilltir geðsjúklingar 
er ganga vilja að mönnum dauðum.

Því gef ég þeim heldur hastan minn róm,
hver er ekki lúbarinn leiður?
- Þeir hafa vaðið mig yfir á skítugum skóm
og skeytt hvorki um skömm né heiður!

Á degi verkalýðsins 1. maí 2012

Árið 2012 sendi ég sveitarstjórninni í Fjarðabyggð og bæjarstjóra kveðju á Verkalýðsdaginn:

Oft ferðast glæpirnir sem í langri lest,
launráð hér tíðum átt hafa vökur.
Í þögninni óhroðinn þrífast mun best,
því ekki úr vegi að semja þeim stökur.

Lífið fer sjaldnast eftir beinum brautum,
beygjur og krossgötur eru á flestra leið.
Illmenni valda hér ófarnaði og þrautum,
ómenni bæjarstjórnar skapa mér neyð.

Samfélögum hefur ástand þetta eytt,
engan skyldi furða ég deili á þessa larfa,
heilaskerta bjálfa að háma í sig feitt
og hafa ei meira vit en til daglegra þarfa.

Hvers er að vænta 25.5.14

Höfðingjar vaða með hálsana reista,

hvers sé að vænta er oft hulið móðu,

erfitt að fullyrða er aðra er á treysta,

hvort áhugi sé þá á slæmu eða góðu.


Eru ekki syndir sætar? 2013

Nú fara sveitastjórnakosningar í hönd. Ég veit ekki um nein framboð hér sem vilja standa að því að hætta að brjóta stjórnarskrána og mannréttindi á öryrkjum og gamalmennum en framkoma þeirra í áraraðir við mig í þeirri aðstöðu hefur fært mér heim sanninn um að svo sé og sinnuleysi bæjarstjóra og foringja flokka þeirra sem stjórna núna, framsóknar og sjálfstæðis mikil háðung og nærri algjört. Ég hef ljóðað á þá nokkuð, fyrrum og á þessu kjörtímabili og reynt að fá þá til að sinna skildum sínum en nærri alveg án árangurs. Ég skora á alla óheimska og velviljaða að endurkjósa þá ekki:

Engin er eins manni mæt
er mætir oss á vegi
sem unaðsblíðust syndin sæt
er sælu veita megi.

Fjarðarbyggð er fim með spörk,
fátæka lætur kenna á móði,
stjórnin sem andleg eyðimörk
aumingja þar langur slóði.

Afkomu þessir engum tryggja
en engla leika á torgun,
fyrir þeim má hver flatur liggja,
- færri lífs á morgun.

Einræði hjónabands 25.5.14

Einræði hjónabands ber heimskunni vott

og hvern brýtur niður sem í slíku lendir.

Það er erfitt að glíma við ástleysi og spott

er ófærur skapar og vonleysi í kenndir.


Að eyða ævinni 24.5.14

Ei veit ég hvort viska sú styðjist við rök

en víst hef ég hugann að leitt

að betra sé að eyða ævi sinni í mistök

en að eyða henni í ekki neitt.


Peningar, lukkan og dáðin 22.5.14

Það gengur flest fyrir peningum,

fáir þú aura mörg skapast ráðin

en lífið er líkt og kasta teningum,

þar lukkan gildir meiru en dáðin.


Einarar 20.5.14

Sjaldan er af Einörum of mikið,

oft þó lögmál hafa sitt frávikið.

Mætti tíðum minna vera spikið,

margir vilja lenda yfir strikið.


Forlögin 19.5.14

Flestum er framtíð sem glýja

er fá þeir í gegn ei séð.

Óhægt mun forlög að flýja

þó falli ekki vel í geð.


Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2014
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband