,,Efnahagslega bestir í heimi", Haffi skrifar mér

Fyrir hverja er þessi stöðugleiki? Jú hann er fyrir þá er fá alla kökuna ríka fólkið.

„Ég er þeirrar skoðunar að í dag séu Íslendingar í sterkustu stöðu sem við höfum nokkru sinni verið í, séð frá efnahagslegu sjónarmiði,“ fullyrðir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í ítarlegu viðtali við Eyjuna. Hann áætlar að stöðugleikaskattur skili hundruðum milljarða í þjóðarbúið og segir nú að engin áform séu uppi um að selja Landsvirkjun.


Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar, Haffi skrifar

Forstjóri Brims ehf hefur greinilega ekki fylgst nógu vel með þar sem hann staðhæfði það i fréttum í gærkveldi að engin þjóð byði út kvótann (Færeyingar gera það með góðri raun) og svo segja útgerða risarnir einnig að svona útboð leiði til hruns í greininni. En þeir sjálfir leigja smærri útgerðum kvótann á kr:200 pr kg (en fá hann sjálfir fra ríkinu a kr:18 pr kg) á meðan Færeyingar leigja hann á kr:70 pr kg.

Er ekki rétt að hætta að hlusta á útgerðarisana og leyfa þeim þa bara að fara a hausinn, þvi nógu margir eru um að vilja veyða fiskinn og eru til i að borga fyrir það það verð sem markaðurinn leyfir hverju sinni.


,,Í sameiningu náum við að berja niður kröfur þræla þessa lands",  Haffi skrifar

Gaman að sjá hvernig ríkistjórnin, seðlabankastjóri og samtök atvinnulífsins vinna öll að sama markmiði, beita meira að segja alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir sig í að berja niður kaupmáttaraukningu til þeirra launa lægstu i þessu þjóðfélagi. Og reyna að ljúga að almenningi að þetta komi þeim tekjulægstu og báðum kynjum best.

Ekki hef ég tekið eftir meira fé í veski mínu þó raftæki hafi lækkað um 20% ekki lifir maður á raftækjum einum saman. Og matvara er nú það helsta a eftir afborgun húsnæðis og sé ég nú ekki betur enn að matarverð sé enn að hækka og það umtalsvert, á meðan það lækkar í löndunum í kringum okkur. Engin ríkistjórn á Íslandi síðastliðin 100 ár hefur ráðið við efnahagslegan stöðugleika nema til þeirra sem allt eiga og eru með laun um og yfir milljón á mánuði. Stöðugleikinn er þeirra, nú geta þeir keypt sér fleiri og dýrari raftæki og i þeirra augum er allt ódýrt, enda er þetta folkið sem kaupir bíla fyrir um og yfir kr:10,000,000.- ég hef ekki efni á að eiga bíl, íbúð og kaupa mér að borða fyrir kr:212,000 á mánuði (fyrir skatta) hvað þá að láta mig dreyma um það...

Þorsteinn Víglundsson sagði fyrir nokkru að meðal dagvinnulaun á Íslandi væru rúmar kr:400,000 á mánuði. Ef það væru nú i það minnsta lágmarkslaun þá gæti maður leigt sér íbúð átt bíl borðað og gert það sem nauðsynlegt þykir.

Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim.


Ekki stela! þá lendirðu í fangelsi. En það er ekki fyrir alla, Haffi skrifar mér

Hvernig stendur á því að það mun ekki leiða til sakfellingar að stela bótasjóð tryggingafélags?

Er þetta þau skilaboð að ekki sé saknæmt að stela bótasjóð tryggingafélaganna? Eða ætli það tengist því að Bjarni Ben var stjórnarformaður í frændafélagi sem tengdist ráninu á bótasjóði Sjóva?


Framlegð - Haffi skrifar mér 18.5.15

Ef Ríkistjórnin tæki á málum fiskveiða og álframleiðslu fyrirtækja, þá mundi framlegð aukast um mörg prósent á ári. Ef einstaklingur og/eða smáfyrirtæki stunduðu þessi skattundanskot væri löngu búið að breyta lögum eða sekta viðkomandi um milljarða króna.

Áliðnaðurinn selur sjálfum sér álið frá Íslandi til skúffufyrirtækja í Luxenburg eða öðrum skattaskjólum á undir markaðsvirði til að komast hjá að greiða skatta á Íslandi (þetta dregur úr framlegð svo um munar) stórútgerðirnar selja aflann frá Íslandi á kr:100-300 pr kg til millifyrirtækja í eigin eigu í útlöndum og þaðan á um og yfir kr:4000 pr kg. Svo þarna mundi framlegð aukast um marga milljarða einnig.

Ef vilji væri hjá ríkistjórninni þá fengju þessi fyrirtæki að borga skatta af heimsmarkaðsverði vörunnar en ekki tilbúnu verði hér heima sem eingöngu er gert til að komast hjá sköttum og lágmarka framleigð til að sýna í bókhaldi að styrkja þurfi útgerðina enn frekar ef hún eigi að geta haldið úti vinnslu í landi.

Málið er að það má ekki rugga bátnum hjá þeim sem eiga alla peningana;) en það skal berja niður þræla þessa lands og bjóða þeim bara 2-3% launahækkun og nota draugasögur til að hræða þrælinn að hér sé ekki nóg framlegð og að verðbólgudraugurinn vakni ef hann er með ,,Kjaft" eins og segir í Auglýsingu ASÍ þá fá þrælar engin laun...

Já við erum að tala um framlegð sem gæti híft Ísland upp yfir Noreg vegna þess hversu fámenn við erum. Látum ekki hræða okkur með endalausum Grílu sögum, þetta snýst allt um skiptingu kökunnar.


Ég vil og ég vildi 17.5.15

Ég vil að hver fái sanngjarnt fyrir sitt

og saurug græðgi hrökkvi í fúlan pytt.

Ég vildi að hver fengi staðið sitt splitt

og söngur gleði fyllti hjarta mitt.


Seðlabankastjóri - Haffi skrifar mér

Greinilegt að seðlabankastjóri stjórnar verðbólgudraugnum! Og hann ætlar að vekja hann ef lágmarkslaun hækka á næstu þremur árum uppí kr:300,000.- en hingað til hefur draugurinn bara sofið vært þar sem allar aðrar stéttir í landinu hafa og eru að fá laun í samræmi við verðlag eftir hrun.

Lágmarkslaun þurfa að fara uppí kr:416,000 skattfrjálst, eða kr:680,000 með sama persónuafslætti og er í dag. Þetta ætti að vera launakrafa okkar í dag og mætti semja um hana til 3 ára. En einnig þarf að verðtryggja laun en ekki skilja þau ein eftir utan verðtryggingar. Nema auðvitað ef verðtrygging yrði afnumin á öllum neytendalánum.


Kaka auðvaldsins stækkar hratt - Haffi skrifar mér

Er þetta ekki lýsandi fyrir þessa ríkistjórnina hvur svikin á fætur öðrum, núna að virkja allt sem hægt er bara svo örfáir einstaklingar geti fengið tugi milljarða í arðgreiðslur á kostnað okkar almennings. Eins og vitað er að ef selja á raforku um sæstreng til Englands þá mun raforkuverð til almennings hér á landi hækka um 50-100%


Svo ekki sé nú talað um eyðilegingu hálendisins fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og afkomendur okkar. Hugsunin nær ekki lengra en ,,núna skal ég fá allt og engin er framtíðin"


Spilling - Haffi sendi mér línur 14.5.15

Auðvitað er engin þjóð laus við spillingu, en þegar upp kemst um spillingu i hinum vestræna heimi þa eru menn látnir taka poka sinn og sjást ekki framar a þeim vettvangi.

Við þurfum að sjá hvað Evrópu aðildar samningarnir innihalda áður en við segjum ,,Nei eða Já".

Spilling i stjórnmálum her a Íslandi a sér enga hliðstæðu, allir sem brjóta af sér fara örfáar vikur i frí og koma svo aftur hvítþvegnir og fá jafnvel stöðu sendiherra eða þaðan af meira.

Ef við göngum i Evrópusambandið þá snar minnkar þessi spilling og vinapólitík. Þetta er helsta ástæða þeirra er sitja í stjórn núna að hræða almenning um að við látum ekki menn í Brussel ákveða hvað við gerum. En einmitt þá færi t.d. Hvótinn á almennan markað og hæstbjóðandi fengi að veiða hann og ríkið fengi arð sem hægt væri að nota til að byggja upp fyrsta flokks sjúkrahús og velferðarkerfi.

Einnig færi verðtryggingin af og vextir mundu snarlækka, þa væri landslagið annað og betra/stöðugra fyrir okkur almenning, við fengjum það sama fyrir peninginn og hinar þjóðirnar i kringum okkur. En auðvitað væri þetta ömurlegt fyrir Auðvaldið í þjóðfélaginu þar sem allir milljarðar þeirra eru verðtryggðar sem gerir það að verkum að þegar laun hækka eða bensín líterin þá hækka þeirra inneignir.

Sem dæmi: ef lágmarkslaun hækka í kr:300,000 þá hækka húsnæðislánin ur 200 milljörðum í 212 milljarða 12 milljarðar handa þeim efnameiri, Glæsilegt;) þetta verður úr sögunni ef við göngum í Evrópusambandið.

Mér finnst til mikils að vinna og langar að sjá hvað verður i pakkanum. Aldrei segja Nei við einhverju sem þú hefur ekki séð eða lesið. Látum ekki auðvaldid segja okkur hvað er okkur fyrir bestu. Við vitum hvað þeim er fyrir bestu, þess vegna slitu þeir þessum aðildarviðræðum...


Launastríð 11.5.14

Ég trúi ekki á ástandið

eins og það er nú,

lýðurinn er í launastríði

og ljósust staðan sú

að þeir sem hafa lágu launin

liggi óbættir hjá

en morðingjar og misyndismenn

megi allt sitt fá.

Sigmundur er í útlöndum

og ekki út í blá,

seggur fæddur með silfurskeið

segi velsæld frá.


Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Maí 2015
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband