31.7.2014 | 23:52
Þrifnaður 31.7.14
Af þrifnaði gerist margur móður,
mörg er þó slökun ölvunar.
- Mikill þrifnaður mæta er góður
en meira þó oft til bölvunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2014 | 16:49
Hvar skyldi hún eiga að standa styttan af Hönnu Birnu 31.7.14
Við erum hér á Íslandi
og því er allt leyfilegt
í stjórnsýslunni,
hvernig sem embættismennirnir
bramla niður og brjóta
og brjóta af sér.
Oss blöskrar það margt
erum þó löngu orðin samdauna
flestri fýlu hinna rotnandi sálna.
Þær halda þó stöðu sinni og reisn
hvernig sem allt veltist og hrærist
eins og dæmin sanna.
- Nú var verið að stallsetja tvo
af fyrirlitlegustu níðforkólfum
fortíðarvandamálanna
sem diplómatíska sendiherra
og stytta af Hönnu Birnu
ku vera komin á teikniborðið,
fyrir Alþingisgarðinn, trúlega?
- Svona vill þjóðin hafa þetta
- það kusu þá allir nema ég-
og hún mun endurkjósa þá aftur
hvernig sem þeir haga sér!
Bloggar | Breytt 1.8.2014 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2014 | 18:09
Ýmsar eru meiningarnar 28.7.14
Að heimurinn bjóði upp á hvað eina
og hendingin ráði hvernig allt fer
að manninn megi ávallt lengi reyna
til manndóms og kosta hver er,
það hafa margir viljað meina.
Bloggar | Breytt 30.7.2014 kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2014 | 15:21
Við helgiathöfn 29.7.14
Nú er messa á Munaðarhóli
mun í flutning´ ræðan slyng.
Hvar er sælla á byggðu bóli
og betra að vera strákalyng?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2014 | 10:32
Flugufréttir 27.7.14
Gaspur fer tíðum vítt um völlu,
- vit fær látið standa á sér.
Ekki er gott að gleypa við öllu,
það getur staðið illa í þér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 08:11
Lífsgleði 26.7.14
Lífsglaðir sig í ljósi baða,
leika tíðum vitleysing.
Það er ekkert varið í óruglaða,
oft sem mesta staðarþig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2014 | 08:27
Hamingjan 25.7.14
Deilur ýmsum mæðir mátt,
margan hefur leikið grátt,
oft er grátið ansi hátt,
- til að öðlast hamingju þarf sátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2014 | 10:16
Góðgerðir 24.7.14
Knapplega margur kreistir af sér,
kastar vart beini í hund.
- Þangað er gengið sem gefið er,
glatt er þar marga stund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 23:08
Greiðasemin 23.7.14
Úr ausunni sjálfkrafa kemur ei kál,
kann þurfa hjálp við margt bras.
Sumum eru greiðarnir allsekkert mál,
öðrum bara nöldur og fjas.
Bloggar | Breytt 24.7.2014 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 12:16
Oft duga engin ráð 23.7.14
Ég hefi þrusað marga messu,
magnaðar klausur oft ég spinn.
- Þú átt ekki að vera að þessu
þú hefur það ekki í þér Einar minn,
sagði konan mín sem réði flestu
af sinni dáðríku festu
en fékk ei við ráðið í þetta sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar