19.8.2014 | 09:03
ASÍ með upphlaup 19.8.14
Í gær var GylfiArnbjörnsson með upphlaup vegna kaupþróunarmála í landinu. Hann talaði um að gera eitthvað í þessu í haust og beita afli til breytinga á óréttinu. Hversu oft hefur þjóðin ekki heyrt þessu líkt frá honum og síðan ekki söguna meir varðandi efndir af nokkru tagi? Þegar vinstri stjórnin sáluga hækkaði ekki kaup öryrkja og gamalmenna samkvæmt almennum launsamningum nema um helming eða þaðan af minna endurtekið aftur og aftur þá blés hann líka stórum úr nösum en aldrei fylgdu neinar aðgerðir í kjölfarið.
Og langtímum og jafn og þétt hefur hallað undan fæti fyrir alþýðu manna. Þjóðin þarf að gera almenna uppreisn gegn þeim svikum trúnaðarmanna sem bregðast í hlutverkum sínum og snúast á sveifar með auðvaldinu gegn sínum umbjóðendum eða beita sér ekki af alvöru í baráttu fyrir þá eins og ég tel t.d. forustumenn ASÍ hafa orðið uppvísa af aftur og aftur og byrjunin í því máli er sú sem löngu hefði átt að vera búna að gera, að pútta Gylfa Arnbjörnssyni sem lengst í burtu frá henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2014 | 19:53
Einhvern veginn 18.8.14
Er vel gengur þá er margur feginn
og anda menn tíðast léttara
en alltaf fer það einhvern veginn
þó oft væri í lagi sléttara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2014 | 11:58
Nú hljóp á snærið 18.8.14
En svo gerðist það er mig grunaði síst
að gleðin fór í mig að narta.
Nú er allt með mér það næsta er víst
og neinu ei yfir að kvarta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2014 | 10:55
Svo bregðast krosstré 17.8.14
Stundum er allt á móti manni
og mæðan flæðir yfir haus.
Þegar að brást mér Þórður granni
þá varð ég alveg ráðalaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2014 | 14:55
Zorro 16.8.14
Lífið er eins og að spila á spil,
sútaðu ei trompi að faraga.
Zorró verður alltaf að vera til
svo einhverju náist að bjarga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2014 | 16:22
Þannig virkar vínið 14.8.14
Kók í bland er kjarni manns
er Vodkinn kemur útí.
Þá virkar dama ég segi sanns
,,onlý som kvín of bjúdý!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2014 | 08:59
Yndissnótir 12.8.14
Gáfuð kona 12.8.14
Að kvænast gáfaðri konu
kann oft bölvað með sann.
Þótt sóma eignist sonu
þá sér hún gegnum mann.
Yndissnót 12.8.14
Með ljúfa hönd og lipran fót
lífgar karla niðrí rót
að eiga stund með yndissnót
ætla ég væri sálubót.
Til sætrar vinkonu 12.8.14
Mörgu þurfa sætur sinna,
sætur ei fá er margra pína
en ei er hjá mér fár að finna
þó fanga nái ei ásýnd þína.
Bloggar | Breytt 14.8.2014 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2014 | 12:24
Hanna Birna og pólitíkin 11.8.14
Pólítíkusarnir keppast nú við að lýsa trausti á Hönnu Birnu og deila á rannsóknina á henni og ráðuneyti hennar nánast sem að sé hún ósakhæf og heilög manneskja en ég trúi að öll alþýða manna fagni því að einhverjir skuli finnast í kerfinu sem fást til annars og meira en bara að glíma við smákrimma.
Það er spurning hvort Íslendingar séu ekki mestir allra þjóða í heimi í heimsku sinni þegar kemur að kosningarborðinu? Ég hef fulla trú á því að svo sé og ríflega það. Eitt besta dæmið því til sönnunar í seinni tíð er þegar þeir kusu sér Fjórflokkinn fyrir trúnaðarfulltrúa á Alþingi, eina ferðina enn efir öll hans svik og níð aftur og aftur á almúga þjóðarinnar.
Þótt heimurinn hafi á fyrri og síðari tímum upplifað flest hugsanlegt svínarí svo telja megi að þurfi oft meiriháttar hugmyndaflug og viðleitni til verri hluta þá trúi ég að Hönnu Birnu hafi samt tekist að bæta þar um betur, það er þegar hún skikkaði með lögum verkamenn á Vestmanneyjarferjunni til að vinna auka og eftirvinnu þegar venjulegum vinnudögum væri lokið.
Það þarf engan að undra að hún sinni ekki um að laga mannréttindabrot stjórnvalda sem hafa dunið á mér langtímum saman sem og fjölda annarra í sömu aðstöðu sem ég er búinn að kæra ítrekað til hennar í ráðuneytið án nokkurra viðbragða frá henni, þegar hún brýtur svo hroðalega að ég tel vera mannréttindi á fátækum verkalýð í stríði við auðvaldið um að hafa nóg til að geta lifað af í landinu.
Þótt ekkert annað en þessi dæmi séu nefnd tel ég Hönnu Birnu og þessa ríkisstjórn búna að svíkja og fara svo illa með sína umbjóðendur sem trúnaðarfulltrúar þeirra að ekki sé réttlætanlegt með nokkru heiðarlegu móti að þau séu lengur í ríkisstjórn og yfir höfuð starfsmenn Alþingis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2014 | 12:30
Petegrí 8.8.14
Hundafóðrið ku víst heita Petegrí
og helst í ferðalögunum það má ekki vanta
um helgarnar er bæjafólkið flýtir sér í frí
föggur þeirra reynast oft vera á marga kanta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2014 | 09:26
Ljúf er gleðigangan 9.8.14
Er ekki alveg dásamleg öll þessi ást og gleði og hvað þjóðin hefur tekið menningarvakningunum vel?
Hinsegindagar haldnir eru í borgum,
herðir það í mörgum trassa,
hróðugar lessurnar hlaupa á torgum
og hommarnir strjúka rassa.
Oft segir af einsemdinni fátt,
önnur tíska komin er í lensku,
safnast nú fólkið um öfuguggahátt
eins og framsóknarmennsku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar