Á tröppunum 31.8.14

Kátt var á rúntinum, kröftugt var geim

og konuna langaði í festar.

 Á tröppunum kvaddi þegar kom heim,

- konur eru sjálfum sér verstar.


Ísdrottningin 29.8.14

Þau fléttuðu sig í faðmlögum

úr fangi hans létt hún smó,

- hún er eftirsótt af karlmönnum

en engan vill hún og þó.


Á vegi tíðar 28.8.14

Engan meiðir annars hól

eins sem kveðjur blíðar

en illa grætir andans fól

oft á vegi tíðar.


Oft skortir lag 27.8.14

Oft vill bregða til ýmissa lesta

og á skorta lag þar sem mikil er spenna.

- Ef ekki gengur vel með hesta

þá er það yfirleitt manninum að kenna.


Tvennt í einu 25.8.14

Vart er svo neitt í neinu,

nennunni megi frá bægt.

Gerirðu ei tvennt í einu

oft mun þér ganga hægt.


Í gamla daga 24.8.14

Þeir sváfu ei svefninum kyrrum

er sinnuna vildu ekki spara

og börn átti ei fólkið fyrrum,

- þau komu bara!


Um ráðahag 23.8.14

Ekki vil ég ástum spilla

og orðagjálfrið þarf ei hilla:

- Betra er að vera góðs manns frilla

en gefin illa.


Stefið 21.8.14

Af mér gef ég ýmist stefið,

og þar segja má:

Mest af því mér var gefið

mínum dögum á.

 

Misjöfn kynni 21.8.14

Brestur oft til betri kynna

bölvaður margur hver

en eitthvað má í öllum finna

af góðu sem betur fer.

 

Vinnukonan 21.8.14

Það kemur órói af eistunum,

ástarþrá leitar fram hröð bæði og stinn.

Hann æðir um á sokkaleistunum,

ætli kaupakonan fari ekki að koma inn?


Úr sjónvarpsfréttum kvöldsins 20.8.14

Þulurinn varpaði fram þessari spurningu til til veðurspárkonunnar og ég spann framan við:

Ekki eru fréttir félegar

fékk hann um áttir snúið.

Á haustin versnar veðurfar,

 - Vordís er sumarið búið?


Vetur, vor og sumar 20.8.14

Vetrarstormar kaldir vöðvana hnykla,

velta fram árnar er hlýjuna á bólar,

allir fagna vorinu fjörgjafanum mikla,

faðmar sumarblíðan dali og hóla.

 

Sveitaslúður 20.8.14  

Þessi heimasæta í sveitinni

sú er nú meiri glennan,

hefur ekki setið á beitunni

er hún náð í hann þennan.


Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2014
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband