30.9.2014 | 16:06
Til hamingju að veita 30.9.14
Að lifa og margfaldast biblían bíður,
bágt er þó mörgum sem láta það heita.
Taktu fyrst dömu er huga þinn hrífur,
hún má þér frekast til hamingju veita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2014 | 16:08
Að leika lík 22.9.14
Ég var að horfa á bíómynd með Stíven Sígal í fyrrakvöld þar sem kíkt var á andlitin í pokunum áður en rennilásar voru dregnir fyrir og pokarnir bornir út og var þá hugsað til leikaranna í þessum hlutverkum:
Oft gerast ævintýrin slík
að yndi oss frá vill þoka.
Það er óhugnanlegt að leika lík
lokaður niðrí poka.
Bloggar | Breytt 25.9.2014 kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2014 | 08:27
Þess yndis nýtur 9.9.14
Það er sem lýsi upp af ásjónu
þess yndis nýtur á kvöldum.
Það er ofaukið þriðju persónu
þegar ástin situr að völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 18:17
Húmorsleysi 7.9.14
Gasprið og spaugsyrðin ganga til enn
en gleðin fær oft setið á haka.
Það gefst tíðum illa við alvörumenn
sem óðara grípa til raka.
- Húmorinn er af einum illa þeginn
þótt annar verði feginn.
Bloggar | Breytt 8.9.2014 kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 07:40
Á sólarströnd 3.9.14
Á sólarströnd er sopið kálið
fyrir sperrtan landann
ef honum tekst að sand´ann!
- Það er ekki minnsta málið
að fíla andann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2014 | 20:59
Margt er bölið 1.9.14
Það er auma ástandið til svona,
- þegar að allt gengur móti þér.
Hún var ákaflega öfundsjúk kona,
fannst öllum líða betur en sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar