Um örlögin 4.10.17

Með örlög sín í eigin höndum

ýmsir halda að séu þeir

en getur farið flest úr böndum

fræðilega ég segi ei meir.


Barnapían og titrarinn 3.10.17

Það var fyrir nokkuð mörgum árum að ég kom í hús á Egilsstöðum og heyrði fólk hlæja og skemmta sér yfir nýjustu kjaftasögunni á staðnum. Einhleyp kona hafði fengið unglingsstúlku sem barnapíu á meðan hún fór út að skemmta sér að kvöldlagi og kom ekki heim aftur fyrr en liðið var á nótt. Hvarf þá stúlkan til sín heima sem fara gerist.

Ekki löngu síðar en stúlkan var farin fékk lögreglan upphringingu frá konunni og kæru á barnapíuna fyrir að hafa stolið titraranum hennar úr náttborðsskúffunni og krafðist þess að hann yrði sóttur til hennar þegar í stað og sér færður hann heim til sín, það var og gert og kann ég þessa sögu ekki lengri.

Út á hlið og allt um kring oft vill mörgu skola. Titrarinn er þarfaþing, þarf ei leingur fola.


Mér þykir lítið bitastætt í umræðum Fjórflokksins 3.10.17

Gömlu og grónu flokkarnir hafa lítið til bóta fram að færa, fram yfir lygar og svik fyrri tíma. Enginn hefur minnst á svo ég yrði var að afnema verðtrygginguna af lánunum okkar og losa um fátækragildruna hjá bótaþegum sem virkar þannig að sama er hve nauðstaddir reyna að bæta fyrir sér með aukatekjum, þá er bara framfærslan tekin af þeim í staðin.

Inga Sædal sem er fyrir Flokki fólksins hefur lengi sem öryrki reynt þessa niðurlægingu og ótrúlega ranglæti á eigin skinni og virðist einni ekki sama um vandan og leggja sig alla fram um úrbætur. Kjósið hana! 


Fólkið er fljótt að gleyma. - Vinstri grænir stærsti flokkurinn 30.9.17

Steingrímur formaður vinstri grænna sló skjaldborg um auðvaldið og níddi fátæka í skítinn er hann komst að sem fjármálaráðherra í Vinstri stjórninni. Þeir sem ekki kóuðu með í flokknum urðu bara að yfirgefa hann.

Ekki minnist ég annars en að Katrín sem nú er formaður hafi tekið þátt í óhroðanum af fullri einbeitingu, allavega minnist ég ekki að nokkru sinni hafi hún hreyft mótmælum til betri vega, enda fékk hún formannssæðið að launum er Steingrímur svo illa þokkaður af þjóðinni sem ég held að nokkur stjórmálamaður hafi nokkurntíman orðið í landinu, allavera í minni tíð, eldi borgara, sá sér ekki annars kost flokksins vegna en að draga sig til hlés. Svo brosir Katrín út í bæði, nikkar höfðinu og þá er allt fyrirgefið, - töfrar eða hvað?

En við höfum ekki enn séð eftirleikinn. Eins og horfir nú í skoðanakönnunum eru það bara Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sem geta mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningar og þá þurfa fátælingar ekki að vænta blómlegri daga en verið hafa. 

Nú hópast fólkið með atkvæðin sín um Katrínu og halda sjálfsagt að hún standi sig betur næst en það hefur nú verið mín skoðun og reynsla til langs tíma, að þeir sem hafa komist upp á lag með að ljúga og svíkja og stela verður það sem lífsárátta og list og sökkva alltaf dýpra og dýpra í óhroðann og spillinguna.

Ég segi því enn og aftur: kjósið ykkur ekki fulltrúa sem eitt sinn hefur svikið ykkur. Það er sem betur fer oftast og víðast hvar einhverja á að veðja sem ekki hafa verið reyndir að lygum, svikum og svínaríi.

Gefum þeim ekki annað tækifæri til misferlanna. Ég tel það óhagganlega staðreynd að þeir ganga alltaf lengra og lengra á ógjæfubrautinni.- Kjósum flokk fólksins, flokk vona og samúðar!


Græðgin 30.9.17

Græðgin flestum kemur í koll

þeir kunna sér ekkert hóf.

Ef að þú lendir í sukki og soll

sýndu vinur löstunum þóf.


Illþefjan 29.9.17

Þeir vilja lykta illa

sem þiggja ei þrifabað.

Nú eru margir þingmenn

að hleypa á hundavað.

Þar reisir sig margur rakki

og reynir að blekkja þjóð

því oftast í lygunum liggur

lausnin að kosning sé góð.


Framapot 29.9.17

Frambjóðendur fala nú

fylgi og sínum lygum spú.

Þeir vilja fólki vekja trú

þeir vinni bót á þeirra eymd.

En er þeir baki í það snú

öll eru loforð þegar gleymd,

– þá reynist flestra framtakið

að fara að mata auðvaldið.


Til ritfélaga 28.9.17

Yndið vex og yndið dvín

oft er ég legg í stöku.

Andaktshljómur orða þín

er sem rjómi á köku.


Bragð er að þá barnið finnur 28.9.2017

Ég vann við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi í tvö ár er Marta mín fædd 1967 var lítil og við sáumst því sjaldan.
Bebba konan mín var með hana heima í Norðfirði hjá föður mínum öldruðum sem hugsaði um skepnurnar. 
Þeirra stoð og stytta til hverrar hjálpar sem þarfnaðist var jafnaldri minn Árni á Kirkjubóli þar næsta bæ innar í dalnum en hann var þá ókvæntur og bjó með foreldrum sínum.
Ég kom bæði árin heim í göngurnar og í annað það sinn snýst sagan um. Þá kom ég heim svo síðla kvölds að Marta mín var sofnuð í sínu rimlarúmi sem stóð þeim megin er Bebba svaf.
Svo kom að því að við hjónin háttuðum og vorum bæði lögst fyrir er Marta vaknaði skyndilega og reis upp í rúminu og studdi sig við rimlana og varð ákaflega glöð á svipinn er hún sá mig. Svo hrópaði hún upp yfir sig: Árni! Árni! Árni!


Ræfladót í ríkisstjórn hefur frekar verið regla en undantekning 19.9.17

Ríkisstjórnarflokkarnir voru búnir að semja fjárlög sem þýddu enn meiri skattahækkanir á öryrkja og aldraða en þau 20 þúsund sem þeir áttu að fá í launahækkanir um áramót og þar með að hækka húsnæðislán almennings um fjóra milljarða. Er ekki dásamlegt að bundinn var endi á þetta soralega samstarf? Hvort svo að nú megi taka betra við er undir kjósendum komið að miklu leiti allavega. Reyndum að bjarga því sem bjargað verður. Kjósum flokk fólksins!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband