Sýndu takt við hverja uppáferð 7.5.22

 
Bloggaðu vinur í bundnu máli
byggðu þig til að verða sáli
að rýna í mál á mannsins vegi,
meta stöðu á hvejum degi.
 
Menn þurfa tíma til að melta
matinn sem þú fyrir þá berð,
- lát þá hafa bein til að naga,
troð í þa er utanaf þú skerð.

Aðsóknir 26.2.22

 
Oft fær brogað borist að
sem bratt menn ekki grína.
Væsklar flestir þekkja það
þá vilja flestir pína.

Dásmlegur sveitungi og jákvæður 19.3.22

 
Marga átti ég stórkostlega svetungana.
Hér skal segja lítillega frá viðskiptum
mínum við einn þeirra ásamt smá forsögu:
Í mínu ungdæmi gengu barnaskólabörnin
heilu vegalengdirnar fram og til baka
í barnaskólann eða voru í heimavist.
 
ER Jepparnir komu til sögunnar tóku þeir
við þar sem því var við komið.
Ég gekk inní það hlutferki sem aðrir er elstu
börn mín hófu skólagöngu en var bent á af
skólastjóra fjarlægrar sveitar að ríkið ætti að
skaffa skólaakstur fyrir börnin.
 
Þá hringdi ég í Fræðslustjóra og bað hann
að athuga málið. Hann sagði þetta miðast við
eins og hálfs kílómeters lámarks vegalengd.
Svo hringir hann og segist búinn að mæla
en ég reynist aðeins innan við lámarkið en
bóndinn á Ormstöðum Jón Þór Aðalsteinsson
vel yfir mörkunum og vilji hann biða um þetta
sé málið í höfn.
- Ég hringi í Jón Þór og reifaði
málið og bað hann leggja fram beiðnina. Hann
vældi bara eis og honum var lægið, eins og kvikindi og sagði:- Nei geskur minn ég hef bara gaman af að skreppa undan kuamjölfunum smá tíma til að aka börnum og fá mér kaffisopa hjá skólastjórahjónunum í leiðinni og skreppa svo eftir þeim seinni part
dagsins. - Es Mætti kannsklíkja þessu við
einn af þeim draumum mínum sem út í bláinn fló?
 
 
 
 

Hann grús sína gröf 23.3.22

Hann sveik þá -----  
er minnst sín máttu
maðurinn glæstra vona,
það hefur hent marga
sál sína að selja,
Júdas varð frægur
og hann hengdi sig
en Sigmundur greyið
varð glinsa sem belja
er tuddinn hann Bjarni
reið honum á slig...
 
Hvað skyldi eins erfitt
og reynast vera maður
þegar að upp rennur
hin ellefta stund?
Það er ei öllum gefið
að vera velheppnaður
en kastaðu því ei frá þér
fyrr en öll lokast sund.
Orðum mínum aldrei gleym:
- varastu ætíð vítin!
Ég er bara einn af þeim
er þú níddir oni skítinn!
 
- Að atyrða aumingja
oftast er gert
þótt ekkert þeir geti
við vesaldóminn ráðið.
 

Hringleikurinn 25.3.22

 
Oft má henda
ungan senda
stríðs í átök strákaling,
Ýmsra kennda
á vil benda
lífið gangi sem í hring.

Vorylmur 3.4.22

 
Oft til blaka ýmsar kenndir
öldnum huga til og frá.
Líkt og þegar þröstur sendir
þýða óma um loftin blá.

Illt er þá er hinn vondi sjálfur fær að leika lausum hala 5.4.22

 
Svo var fyrr á árum í sveitinni minni
að sauður ei meinlaus í henni gekk
Horn sín hann lét af hörkunni ganga,
honum af skeinurnar margur því fékk.
Skyldi nokkur maður sér ímynda það
að ekki hafi hann átt vel inni fyrir því
sá tæki hann til baka sem að til gaf!!!
 
Líkar þetta
 
 
 
Skrifa ummæli
 
 
Deila
 
 

,, Jón uppá", í brennidepli 7.4.2

2
Með almennan borgara
telst skjaldan skaði
þótt skyndilega hrökkvi
uppaf standinum.
- Nú er Sigurður Ingi
ofarlega á fjölmiðlablaði
fyrir eitthvað
sem ekki má eftir hafa
í fjölmiðlum.
En menn segja sé ei hált
á hans velli
og að þetta muni hverfa
sem með fingrasmelli.

Skyldi einu gilda hvað kosið er11.4.22

 
Nú ríkisstjórnin blómstrar sanniði til
sú hefur nú setið í ófáa daga
og ýmsum ei til sparað allt besta í vil
en aðra af beinum að naga.

Sem dæmin sanna 9.4.22

 
Vinnubrögð vanhæfra manna
varin eru mjög grimmt í reynd.
Það er sem dæmin oss sanna
spillingin þrífst best með leynd.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband