28.3.2015 | 10:13
Brjóst í umræðunni 28.3.15
Karl einn dátt við kýrnar söng
er kom til mjalta dægrin löng:
,,Himnana fonte sjúrun
nú hreyti ég á ykkur júrun!
Brjóst hafa ekki örvað mig
er það mál á sjúru.
Tel þau bara sjálf við sig
sem hver önnur júru.
Ýmsir telja þau ansi frekt
uppdikta klám og herða.
Bull margt er svo ótrúleg
að agndofa menn verða.
Bloggar | Breytt 1.4.2015 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2015 | 07:49
Til yndisfunda 28.3.15
Út í mó til yndis smó,
upp dró pela úr leynum,
Mangi þó og Magga hló,
mætti ég lóga einum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2015 | 23:51
Máttur orða 26.3.15
- Enginn veit á hvaða stundu mælt er
og orð hverju megi valda.
Máttur hugans meira til ber
margur en kann að halda.
Bloggar | Breytt 27.3.2015 kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2015 | 23:13
Málgleði 25.3.15
Hvenær skemmtir málgefinn maður sér best?
Ef málið ég athuga svara því kann:
Það er þegar hann mala kann mest
og menn leiðast til að hlusta á hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2015 | 09:21
Á förnum vegi 25.3.15
Margur snjallt í meyjafans
magnar upp fagurgala
en oft eru ráðin andlauss manns
eitthvað um veðrið mala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2015 | 08:47
Skvaldur 23.3.15
Það eiga margir erfitt í skvaldrinum,
öll tæki í gangi það er siður.
Margir verða örir með aldrinum
en aðrir vilja dasast niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2015 | 07:41
Úr kvöldfréttunum 22.3.15
Fáir vilja vinna með höndunum,
verknámið huga á fárra.
Atvinnulífið er að fara úr böndunum,
allflestum þykir bóknámið skárra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2015 | 21:08
Matarlist Svarra 19.3.15
Bloggar | Breytt 20.3.2015 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2015 | 13:12
Haffi sendi mér línur
Það er aldeilis gott að ríkistjórn Ísland geti bara raðið þvi hvort her búi tvær þjóðir i landi alsnægta. Þjóðin sem a peningana og þjóðin sem drífur áfram hagkerfið með handónýtur gjaldmiðli íslensku krónunni. Þvi peninga öflin eiga og fa öll sýna útflutningsvöru greidda i alvöru gjaldmiðlum eins og % $ gjaldeyri sem að sjálfsögðu fer upp og niður en er þó alltaf nokkuð stöðugir.
Annað en hægt er að segja um þessa handónýta gjaldmiðil íslensku krónuna. Lífeyrissjóðirnir bíða spenntir eftir að gjaldeyrishöftin fari svo þeir geti tryggt peninga sýna gagnvart öðru hruni eða gengisfellingu. Enginn sem á mikið fé vill hafa það bundið íslensku krónunni og afhverju ættum við almennigur þá að sætta okkur við að fá okkar laun í þessum handónýta gjaldmiðli??
Losum okkur við Muppet dýrin Bjarna Ben og Gunnar bensínsölu títt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2015 | 15:19
Haffi sendi mér fróðlegt ágrip
Ævilífeyrir Allianz

Ævilífeyrir Allianz er viðbótarlífeyristrygging sem í daglegu tali er oft nefnt viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður.
Iðgjöld eru ekki skattlögð og sparnaður er ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslega skuldbindinga, líkt og gildir um flestar aðrar eignir. Skattafrestun er á öllum greiddum iðgjöldum en tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu lífeyris. Atvinnurekandi greiðir mótframlag við sparnaðinn samkvæmt gildandi kjarasamningi hvers og eins. Algengasta mótframlag atvinnurekenda er 2% en er þó hærra samkvæmt sumum kjarasamningum.
Allianz tryggir 1,25% lágmarksávöxtun
Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og eru mjög strangar reglur um fjárfestingarstefnu þeirra. Samkvæmt þýskum lögum er þarlendum tryggingafélögum heimilt að lofa allt að 1,25% lágmarksávöxtun í evrum fyrir utan frádreginn kostnað. Þessi tryggða ávöxtun helst óbreytt út samningstímann.
Litlar sem engar sveiflur í ávöxtun
Allianz hefur náð nálægt 7% nafnávöxtun í evrum að jafnaði, í meira en 30 ár.
Hagnaðarhlutdeild
Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum, að skila 90% umframhagnaði (þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphaf samnings) aftur til viðskiptavina. Allianz hefur verið að skila 94-98% sem þýðir að ef Allianz gerir betur en lofað er, þá njóta viðskiptavinir Allianz góðs af því, ekki bara Allianz.
Fjárfestingarstefna
Fjárfestingarstefna Allianz er helsta ástæða mikillar velgengni félagsins. Að lágmarki fjárfestir Allianz 70-80% í öruggum fjárfestingum, s.s. skuldabréfum innan ESB, húsnsæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.
Sparnaðurinn er í evrum
Að öllu jöfnu er sparnaður Íslendinga í íslenskum krónum þar með talið skyldulífeyrissparnaður, og því tilvalið að nýta sinn séreignarsparnað og hafa sinn tryggingarsamning í jafn sterkum miðli og evru.
Val við úttekt lífeyris
Viðskiptavinurinn hefur fjölbreytt val. Hann getur fengið:
- Ævilangan lífeyri, þ.e. mánaðarlegan lífeyri svo lengi sem hann lifir
- Eingreiðslu við 60 ára aldur
- Hluta sem eingreiðslu og hluta sem ævilangan lífeyri
Íslensk þjónusta
Allianz rekur starfsstöð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda. Viðskiptavinir geta einnig fengið aðstoð við þýðingar á íslensku á skjölum og yfirlitum sem þeir fá send frá Þýskalandi.
Afhverju er það menntaða folkið i þessu landi sem sér bara þann hag að ganga i mynt og eða bandalag við Evrópusambandið? Er íslenskur almúginn ekki nógu vel að sér í þjóðfélagsmàlum eftir 1/2 ævina à vinnumarkaði og búin að horfa uppà endalausa eignaupptöku og frjàlst fall krónunnar. Hvað þarf meira til að opna augu okkar? Þó að gengi evrunnar og annara gjaldmiðla falli annað slagið, þà fer sà gjaldmiðill alltaf upp aftur, þetta geta menn séð með þvi að skoða gengi algengustu gjaldmiðla undanfarin 20 àr, þar hefur t.d. Evran þetta 10-30% hærri en t.d. Dollarinn. En okkar handónýta króna hefur fallið um meira en 100% gegn bàðum þessum gjaldmiðlum à sama tímabili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar