12.1.2015 | 11:21
Krónan
Annar pistill frá Haffa vini mínum í morgunsárið fjallar um krónuna:
Jú það eru þeir ríku sem eiga og làna peningana sem hagnast à þessari vitleysu, þar sem þeir eru gulltryggðir með verðtryggingu og breytilegum vöxtum sem þeir víla ekki fyrir sér að hækka upp úr öllu valdi ef þeir làna óverðtryggð làn. Þannig að þeir eru alltaf með belti og axlabönd og tapa ekki einni krónu.
Hér þurfa làgmarkslaun að vera rúmar kr:600,000 à mànuði til að halda í við verðlag.
Þannig að làgmarkslaun þurfa að hækka um 300% þó það verði ekki gert à einni nóttu
En semja mætti eins og læknar gerðu. 100% fyrsta àrið og 100% àrið 2016 og 100% àrið 2017
En það sem skiptir mestu màli er að tryggja allar hækkanir launa með verðtryggingu, vegna þessa að allar launahækkanir undanfarna àratugi hafa verið étnir upp af verðbólgudraugurinn og verðtryggingunni. Ekki er hægt að miða við að launahækkun hjá nàggrannalöndum okkar þar sem þeir búa við stöðuga gjaldmiðla þó að þeir lækki og hækki um einhverjar krónur. Þeir búa allavega ekki við það að íslenska krónan sé kr:2300,00 minna virði nú en hún var fyrir 90 àrum.
Jú ein Dönsk króna kostaði eina íslenska kr fyrir 90àrum, en núna 90 àrum síðar kr:2300
Hér mà sjà hvers vegna þeir ríku verða ríkari og fàtækt orðin eins mikil og raun ber vitni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2015 | 11:08
Lífeyrissjóðir
Haffi vinur minn sendi mér þennan pistil um lífeyrusmál í morgun:
Afhverju eigum við að sætta okkur við það að opinberir starfsmenn fài verðtryggðan lífeyri en við à almennum vinnumarkaði óverðtryggðan?
Munurinn à verðtryggðum lífeyrisgreiðslum er meiri en orð fà líst. Almenni lífeyris þeginn er með um kr:200,000 à mánuði. En opinberi starfsmaðurinn um kr:600,000 à mànuði og uppúr!
Svo er það vitað að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna er að taka meira en kr:50milljarða à àrí úr ríkissjóði til að standa skil à loforðum sem þeir geta engan veginn staðið við. Ríkissjóður er ekkert annað en okkar eiginn vasi.
En þegar lífeyrissjóðir almennra starfsmanna töpuðu milljörðum í hruninu, þà þurftu lífeyrisþegar að sætta sig við lækkun lífeyrisgreiðslna. En lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna eru bæði verðtryggðar og ríkistryggðar, bara tekið úr ríkiskassanum það sem uppà vantar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 21:51
Úr kvöldfréttunum 8.1.15
Það er ekki allt lof og prísar þótt svo undarlega virðist vera hjá flestum, sem heyrist í umræðunni um launasamninga læknastéttarinnar sem ég tel að megi vera kýrljóst þótt leynt eigi að fara að séu upp á fleiri tugi prósenta og hundruð þúsunda ofan á háu launin þeirra. Það má segja að þeim veiti ekkert af þessum launum en þá kemur spurningin á móti: Hvað þá með aðra sem hafa mörgum sinnum minna en læknar höfðu áður en þetta bættist við þá að auki?
Gylfi Arnbjörnsson komst svo að orði í kvöldfréttunum á stöð 1 í kvöld og ekki annað að sjá en honum væri brugðið eða jafn vel í sjokki: ,,Það er ekkert þjóðfélag sem stendur af sér svona mismunun!
Teygja sig loppur
Teygja sig loppur í tímarás,
taumlaus er græðgi og pot.
Tíðum er einum gefin glás
sem gerir svo marga þrot.
Bloggar | Breytt 9.1.2015 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 03:12
Nú hafa læknar samið 8.1.15
Litlar upplýsingar eru um launabætur til lækna, aðeins sagt í fréttum að launahækkun sé yfir 10% en það er allavega orðinn hlutur hvaða afleiðingar sem það kann svo að hafa í för með sér að hálaunamenn hafi þar enn eina ferðina fengið í sinn hlut mörgum sinnum meira en verkalýðurinn og annað láglaunafólk.
Mér fannst núna í kvöldfréttatímanum sem svo oft áður er Gylfi Arnbjörnsson ræðir um stöðu mála á vinnumarkaðinum að honum mæltist vel um ástandið en ég treysti honum ekki í sambandi við framhaldið. Ég tel hann ekki nógu sterkan yfir höfðinu og að verði ekki breytingar til batnaðar á heiðarleika á ríkisstjórnarheimilinu og hjá ASÍ sé útlitið ískyggilega dökkt bæði fyrir land og lýð.
Bjarni Ben var ánægður í fréttunum með að tekist hefði að semja og sagðist taka ábyrgð á samningunum. Mér finnst það skjóta ansi skökku við, það er ekki svo langt síðan hrunið blasti okkur sem hann ekki frekar en nokkur annar í stjórnsýslunni hefur fengist til að viðurkenna ábyrgð sína á.
Strigakjaftur 8.1.15
Stappar nú fæti strigakjaftur
stundarglaður þrátt fyrir daman.
Hann ætlar að sporðreisa þjóðinni aftur
og taka ábyrgð á öllu saman.
Fólk er yfirleitt gott í grunn
en glepst til verri hátta
og mörg svo sál í sinni þunn
að sér ei vel til átta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2015 | 07:39
Lygar, svik og sori eru þjóðarvandi 7.1.15
Ríkissstjórn vorri ei sori sæm
en svik eru þjóðarvandi.
,,Læv is læv and tæm is tæm
þú byggir ei hús á sandi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 22:34
Enn er hrakmennska ráðamanna til umfjöllunar 6.1.15
Nú er í umræðunni hrakfarir kirkjunnar eftir að hafa gefið eftir af fjárveitingum til hennar er hrunmálin voru í algleymi. Kirkjan fer fram á að fá það nú sem af henni var tekið. Að svo hafi ekki fyrir löngu verið gert lýsir vel mismunum stjórnvala til jafnræðis og réttlætismála. Hálaunamönnum var allt bætt aftur í tíman eftir þrjú ár, með vöxtum, verðbótum og fríðindum þar að auki svo sem t.d. fríu gleraugnafé.
Það er alveg sama sagan með öryrkja og aldraða og kirkjuna, þessir aðilar hafa verið hlunnfarnir af sínum leiðréttingum og öryrkjar hafa ekki fengið undirtektir um að fá sitt nokkurntíman. Og ef læknar fá nú sínar óskir uppfylltar þá eru engir aðrir gildir sjóðir til að sækja það í en að taka þá af þeim enn meira. Það er allavega sú þróun í kjaramálum sem við höfum séð og mátt þola í landinu hingað til:
Megi almættið skerast í leikinn 11.6.13
Að birtist þér Sigmundur bölvunin römm
ég bið helga vætti að gefa þér í kvitt
ef að siturðu fastur í svívirðu og skömm
og sinnir ei jafnt um kaup mitt og þitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 12:22
Aldur er afstæður
Lambakjötið lyftir geði,
lystaukandi er mönnum tíðast,
oft fór svo er ástin réði
að ungri mey var strokið blíðast.
Mörgum er aldur trautt til trafa
til að blása í lífsins glæður,
svo lengi sem menn heilsu hafa,
- aldur bara er afstæður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2015 | 12:48
Stór hluti þjóðar hefur mikla samúð
Skelfir að hafi ei til skeiðar né hnífs
og skuldabagga til neyðar,
- ennþá eru þó læknar lífs
þótt lengi hafi brugðist þeim veiðar.
Ljótt er þegar öll gleði er gleymd,
- gef´ana aftur finni,
stór hluti þjóðar þekkir eymd
og það á eigin skinni.
Á ótal vegu ágirnd kraumar,
oft hef ég kvartað fyrir mig,
auðvaldshendur eru naumar,
eðlið vill gróðann fyrir sig.
Bloggar | Breytt 6.1.2015 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2015 | 01:52
Er sanngjarnt að svelta suma en láta aðra safna auði?
Það er eins og að mörgu öðru leiti ólík aðstaða verkalýðsins eða læknanna hvað fjármagn snertir til að fylgja eftir kröfum sínum með verkföllum. Þar er auðvelt að svelta bara láglauna verkalýðinn til hlýðni því hann hefur vart fyrir mat sínum þótt svo hann sleppi ekki degi úr vinnu sinni hvað þá öðru meira. Hálauna læknar ættu aftur á móti að geta verið endalaust í verkfalli með því háttalagi sem verið hefur hjá þeim að undanförnu og séð vel fyrir sér og fjölskyldum sínum með því að vinna bara einn dag í viku eða svo eða jafnvel bara part úr degi.
Svo fyrirsjáanlegt sem þetta var í upphafi deilunnar og kröfur þeirra óheyrilega háar og mikið meiri en verkalýðsins þá er þannig vaxið með störf þeirra að stjórnvöld áttu og eiga ekki að líða þeim að vera í vekfalli heldur að setja strax lög á deiluna og skaffa þeim sömu krónutöluhækkun og almenningur hefur fengið. Að öðrum kosti ef vilji stjórnvalda var og er að hækka meira kaup þeirra en það sem aðrir hafa fengið þá áttu þau og eiga að hækka kaup hinna að sama skapi og það strax og samtímis. Aðalatriðið er að stöðva og snúa við hinu síaukna launamisrétti.
Sómavitundin
Ei er maður mikilla verka
margur er mér blasir við.
Sómavitund sumra ei sterka
setur bletti á mannlífið.
Umhverfið er svo óvinveitt
að urmull af sálum bresta.
Ég trúi að sé í Helvíti heitt
og heimtur þar með besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2015 | 16:12
Völvuspá 2.1.fyrir árið 2015
Visir birtir nú trúverðuga og mjög viðamikla tölvuspá á netmiðli sínum. Mér finnst hún koma vel heim við það sem maður getur ímyndað sér að verði að framhaldi margra hluta sem við þekkjum til af fyrri reynslu og birti hérna lokaorðin hennar. Eins og t.d. það að ég tel mega liggja í augum uppi hverjum heilvita manni að ráðamenn fljóti nú sofand í lítilmennsku sinni og tíkarhætti við hálaunamenn að því að láta lækna rústa endanlega heilbrigðiskerfið.
Ég minni á að þeir fengu 40% kauphækkun og það nánast orðalaust þegar verkalýðurinn fékk með 3ja eða 4ra mánaða harðvítugri baráttu 3% 1980 og spyr bara í skilningsleysi mínu og fáfræði: Hvernig í ósköpunum á svona ójöfnuður að geta gengið fyrir gott með þegnuum endalaust? Og hvernig á þjóðin að geta komist af með svo lémagna líð fáráðlinga í stjórnarsætunum ár eftir ár og hvergi hefur verið að sjá fyrr né síðar að þeir bligðist sín fyrir það.
Verkfall lækna líður hjá,
ljóst er svo með högum
að þjóðarböl er að setja á
ungbörn nú á dögum.
,,Samantekt (Völvuspárinnar)
Er ég lít yfir vettvanginn í lok ársins 2015 er ég ánægð með margt. Atvinnuleysi hefur minnkað svo um munar. Veðráttan er okkur líka hliðholl og margir Íslendingar hafa gert garðinn frægan. En það versta er að heilbrigðiskerfið okkar, sem var svo gott, er nú nánast hrunið.
Spilling í stjórnsýslunni er alltof mikil. Stjórnmálamenn hafa ekki traust almennings. Fjármálamennirnir ráða alltof miklu. Skólakerfið er svelt. Ungmenni í vanda fá enga úrlausn.
Ég er hrædd um að það verði kosningar með haustinu. Það leysir engan vanda meðan ekki fást betri einstaklingar inn á Alþingi Íslendinga en raun ber vitni.
En árið kveður með hægu veðri þar sem við skjótum upp flugeldum í heiðskíran himinn sem aldrei fyrr.
Bloggar | Breytt 4.1.2015 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar