Að pissa út fyrir 4.8.14

Ég pissa aldrei út fyrir

þegar ég pissa í klósettið

en ef að það hendir

þurrka ég það alltaf upp,

- með sokkunum!


Gættu að þér stubbur 3.8.14

Ef einhver vill leiðindi og að þér fer

er eins gott að svipt´ann  strax móði:

- Ég hef slökkt í stærri stubbum en þér,

stattu því fjær mér góði.


Uppgjöf í kvennamálum 3.8.14

Til ástarfunda margur veginn rann

móður til og slapp í djúpa fellingu.

Uppgjöf tel fyrir ungan mann

að festa sig barnakellingu.


Hnökrar 3.8.14

Þú kemst ei gegnum lífið alltaf slétt,

við ýmsa hnökra kallar ríkust dáðin.

- Fyrsta hugboð er ekki allaf rétt,

oft má dýpri hyggja bæta ráðin.


Ostur 3.8.14

Feitur ostur finnst mér góður,

eða frekara að segja ágætur

sá magri ekki minn á hróður,

minnir mig helst á skóbætur.


Eyrnabólga 2.8.14

Fyrrum blés oft Kári kólgu

og klæðin bág til varnanna

en ei man ég eftir eyrnabólgu

í uppvextinum barnanna.

 

Nú er hún orðin ógnarvandi

og árans böl á flestum stað

fyrst ekki er hún erfðavandi

öðru verður að kenna það.


Af spakmælum Svarra 1.8.14

Viljir þú eignast ögn af sonum

ei skaltu tefla á tæpasta vað

 að mæna eftir menntakonum,

sem munu ei hafa tíma í það.

 

Umhverfið gerir alla vana bundnum

ei skaltu venja börnin svefnstyggð á.

Í Skálateigi hljótt var ekki á stundum

og eigi man ég sussað á nokkurn þá.


Sultur 1.8.14

Það sést ekki á mér sultarinnar gengdin,

sællegur er ég og ístran bærileg

en það er þó alltaf ljóta árans svengdin

og enginn er svangur nema bara ég.


Léttleiki andans 1.8.14

Að lesa í hugsanir læðist að,

ljóst má oft slík tengsli finna.

Ég kann þetta litla dæmi um það

er þannig vil ykkur nú kynna:

 

Gleður hjörtun vel sé drukkið vín,

varð mér í huga eitt sinni,

- allt er í góðu gengi og sólin skín!

Gall þá við í konu minni.


Þrifnaður 31.7.14

Af þrifnaði gerist margur móður,

 mörg er þó slökun ölvunar.

- Mikill þrifnaður mæta er góður

en meira þó oft til bölvunar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband