8.7.2014 | 10:48
Tóbaksjárn og hrossabrestur 7.7.14
Einhverju sinni er ég átti samskipti við hjúkrunargeirann varð mér á að segja við vin minn um eina konuna sem sinnti um mig og mér þótti illa eiga þar heima að mér fyndist hún vera , - tóbaksjárn og hrossabrestur. Þegar ég var svo minntur á þetta á dögunum lagði ég ljóð dagsins út af þessari óskemmtilegu reynslu minni.
Og nú þykir mér söngurinn í forkólfum hjúkrunargeirans til varnar konunni sem drap einn sjúklinginn á spítala minna mig á það að ekki hefur hingað til mátt hrófla við óverkafæru fólki í sumum starfsstéttum þjóðarinnar og láta það sæta ábyrgð hvernig sem það hefur hagað sér og því skyldi það ekki mega breytast?
Ýmsir bjálfar ættu hvergi að vera
en á því mun þó nokkur fresturinn.
Tók hún á mig oft til þess að gera
tóbaksjárnið og hrossabresturinn.
Bloggar | Breytt 9.7.2014 kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2014 | 16:40
Gull í klassa 7.7.14
Ýmsir oss gefa gull í klassa
en gull er ei alltaf hremmt.
- Algengt er í eplakassa,
epli finnist skemmt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2014 | 17:30
Klónun 6.7.14
Klónun menn orðuðu
ekki í denn,
menn verða undan
sjálfum sér senn.
Jafnréttið kynjanna
næst þó ei enn,
- menn eru ei konur
en konur eru menn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2014 | 18:14
Kunturígur 4.7.14
Ástin leikur lífs um svið,
linar ei tök með sönnum.
Kunturíg þið kannist við
konum hjá sem mönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2014 | 11:26
Skálkar og vitfirring 4.7.14
Það endurtekur sig ætíð sama sagan,
sagt er að allt gangi í hring
og að oss skapi þar mestan skaðann
skálkar og vitfirring.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 09:58
Hjónaband í vonum 30.6.14
Ef að þú hjónaband hefur í vonu
helsta er ráð mitt á þennan veg:
Taktu ekki saman við kvenréttarkonu
sú kona er yfirleitt hundleiðinleg.
Þegar að ofstopinn einn ræður för
óvegu reikað fær sál nauðans hver.
Þar hafast aðeins við heiglar og skör
sem með heilu geta ekki tekið á sér.
Já, ef þú hjónaband hefur í vonu
huga að vandanum ef verður séð:
Takirðu saman við kvenréttarkonu
sú kona er vísust að rústa þitt geð.
Bloggar | Breytt 1.7.2014 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2014 | 19:24
Að gera 29.6.14
Leggðu þig fram við allt sem þú gerir,
þrjóskastu við ef þig tekur í stert.
Svo má og vel að sem best þú þig berir,
bullaðu að þetta sé ei lengi gert.
Bloggar | Breytt 1.7.2014 kl. 05:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2014 | 18:18
Kindahatur 25.6.14
Ef að rollur rölta hjá
reiði tíðum sækir að.
Ég læt ýmist á mig fá
annað meira en það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2014 | 17:15
Öryggi reynslunnar 21.6.14
Ég sagði ungri konu sem var að temja fyir mig á tölt að ég hefði ekki látið klárgeng hross stíga brokkspor á árum áður er ég töltsetti þau, aðeins bara fet eða stökk ef um hraðabreytingar var að ræða frá því að nudda þeim á töltið upp af fetinu. Hún svaraði mér því til að hún myndi nú nota sínar nýrri tamningaraðferðir jafnt sem áður að leyfa þeim að brokka líka jöfnum höndum og daginn eftir hljóðaði ljóð mitt dagsins á þessa leið:
Að viskan sé stopul mér virðist í reynd
og vitleysunnar drýgst sé oft nenna.
Æskan er dýrkuð, við eldri erum gleymd
með öryggi af reynslunni að kenna.
Til hollustu ráðanna hef bogann spennt,
hampað og viskunni í stuttum línum.
Ráð dreg ég af því er reynslan hefur kennt,
ráhollur að sönnu er ég vinum mínum.
Bloggar | Breytt 29.6.2014 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2014 | 13:07
Af góðum hug 20.6.14
Oft má fólki auka dug
til yndislegra kynna
sé það gert af góðum hug
góða lygi að spinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar