Færsluflokkur: Bloggar

Spunamaðurinn 24.1.18

Karlinn sagði,

ég spinn og ég spinn,

spuna ég kann ávallt bestum

en yl nú bæði og yndi ég finn

af ókomnum gestum.


Upp á líf og dauða 24.1.18

Sálin fer víst fyrir bý

þótt fá vilji skrokki í híma.

Það kemur alltaf að því

einhverntíma.

 

Láttu þér því líða vel

svo lengi sem þú getur best,

þú gætir fengið að gista hel

og gefið verði ei langan frest.


Folinn 24.1.18

Geislar af honum gleðin skær,

glitrar augnaljóminn.

Haldast þar í hendur tvær

höfðingsskapur og sóminn.


Verndar lögbrotadómsmálaráðherra 24.1.18

Katrín Jakobs hroðalega heiðarleikum lógar,

heigulshætti og ragsleitni gefur marga fórn.

Hún var þó búin að gera glennur ærið nógar

er hún gegndi störfum sínum í vinstri stjórn.


Ástarylur 24.1.18

Yndislegur er ylurinn

af ástinni,

þegar að er spaugað.

- slíkt skeður oft á sæ,

sagði selurinn

þegar hann fékk skotið

í augað.

Spakur maður 24.1.18
Maður við mig sagði
mikill er þinn vilji
mæla fram eitthvað gott
og haf það bara þannig
að það enginn skilji
þá mun það þykja flott.


Matarást 23.1.18

- Leiðin að hjartanu

liggur í gegnum magan,

ljúf hefur gerst þannig

mörg yndissagan.

Ávexti færði mér

Ásta mín og kaffi,

ást minni hélt ég ei

lengur í straffi.


Kokksins hróður 23.1.18

Karl nokkur krökkunum ráðið fékk léð
að kokkurinn skilið ætti hróður.
Fáðu þér því meira svo fái hann séð
að finnst þér maturinn góður.

Sigríður A í kvöldfréttunum 23.1.18
Hlálegt er að kalla hana háttvirta
en háttur sá ríkir víst á þingi.
Ég tel hana aðallega sjálfsvívirta
og sýnishorn af vitleysingi.


Kommentaður drykkjumaður í uppþurkun 23.1.18

Ég snéri mínu höfði og snéri því til Mekka, sjáðu kæri vinur ég lifa vil ei við sút. Það er öllum vorkunn sem þurfa að hætta að drekka, því hef ég látið oft til vera að súpa af flöskustút.


Græðgi 22.1.18

Auraþrá er oft til flá,

auði að ná og safna lengi.

Öfund grá er ill á brá,

oft vill slá á falska strengi.


Berglind 21.1.18

Yndið hæstu hæðum nær,

hnút í setur dökka lokka,

Berglind ljómar blíð og skær,

býður af sér góðan þokka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband