Færsluflokkur: Bloggar

-Sól rís. sól sest, 16.5.22

 
í syndafen ber margan gest
er álpast á Alþingi inn.
Þar tel ég margir hafa misst.
æruskörn og manndóminn!

Dóra 16.5.22

 
Hún er dulbeidd Dóra mín.
dyrdskuei margur til bar
til að knýja á hnnar dyr
þar til að opnað var
fyrir kossa og kelirí.
- ég var ekki einn i,það!

Starf 16.5.22

 
Það að leggja viljan vel
og vöndugheit í starf
virðist oft til vera það
eina sem að þarf.
 
Til sanninda um það
allt væri hægt
nógur viljo væri því að
tókst að barna dauða
kellingu í Neskaupstað.

Tungutök 16.5.22

 
Nú er fólk sagt klofið
í herðar upp,
hér áður var það sagt
klofið í herðar niður.
Svo er með tungutök
þau breytast æði oft,
enskuslettur einkum
eru þar fastur liður.

Hver veit hvað hann kaus sér? 15.5.22

 
Framsókn hérna fyrrum
frelsisplóginn dróg
og fékk til betri vega
mörgu á leiðir slegið.
 
Svo kom bara að því
að fengið hefði af nóg
og fékk þá sem mest
til baka aftur dregið.
 
- Hver vill ekki veðja
mestu ribbaldana á?
Raunar hefði Framsókn
löngu átt
að þurrkast út af þingi.
 
Sama er að segja um
Sjálfstæðisflokkonn
sem er sínu verri þó
alla vega að jafnaði
þótt segi ekki meira
um hann að sinni.

Réði kröftugur kosningaslagur úrslitum nú sem svo oft áður? 15.5.22

- Oft ku lítil þúfa velta stóru hlassi: - Ætli Sigurður Ingi hafi ekki unnið flokki sínum feykn mikið og ómetanlegt fylgi með svo kröftugum ummælum um litað fólk í landinu að ekki mátti þau eftir hafa í fjölmiðlum?


Daginn erftir sveitastjórnakosningar 15.5.22

Nú birtast mikil gleði comment er segja Dag
borgarstjóra fallinn, Ég commentaði eitt
þeirra á þennan veg: -
Sá er sagður hlæja best síðastur er hlær,
sá er annar morgundagurinn er dagurinn í gær.
Dagur er varla sá eini er talist getur ær
það er nú mín trúa og það er mér eiður sær

Trúlegustu eftirmæli Svarra:

 
Það ku muni um Svarra sagt
er mokað verði yfir náinn
það hafi mikið á marga lagt
er bullaði hann út í bláinn.

Nýasta kosningarspá 15,5.22

 
- Drottinn tók og drottinn gaf:
Það verður nú meiri blessunin
yfir borginni
fái Íhaldslið að rétta þar allt af.

Gleðigjafinn 15.5.22

 
Hann er bara stubbur
sem stendur vart í fætur
en farinn löngu að tala
og klyfra nokkuð bratt,
segist heyra í mömmu
þegar hún er að gráta
en viti ekki út af hverju
og segja það alveg satt
segir mömmu og þabba
þá hafa verið að rífast
en viti ekki um hvað
því þá tali þau svo hratt,
hann segist ætla lesa
fyrir þau er verði þriggja
vetra og þá verð gleði
og söngur á þeirra jörð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband