Færsluflokkur: Bloggar

Á stefnumót 12.5.22

 
Vertu strákur á stefnumóti
ekki efagjarn.
Oft má stúlka góð við strák
svo gefi af sér barn.
 
En hennar faðir ef er heima
hætta skalt þér ei nær
eða láta þig það um dreyma
að skyggi ei á milli bær.

Eiðaglöpin embættismanna hart á mörgum hrína 2022:

 
Margir sem ábyrgðir bera
bregðast sínum heitum
að sönnum.
Það má hugsa en ei gera grín
að óláns og fötluðu mönnum.
- Hvað sér sér vesælla
segja má um marga
er mæra sig og sína
en siðferðiseiðum sínum farga.

Um fullyrðingar 12.5.22F

 
Forðast er best að alhæfa allt
því ekki er flest alveg eins.
- Oft fyrir rest fer fiskur í salt,
fýla er vest nefi til meins.

,, Sonde lífid" 12.5.22

 
- Viskan gerist sjaldan södd,
sækir í með að drekka.
- Á konur jafnan kallar rödd
komum að veiða rekka.

Viskunnar södd 11.5.22

 
- Hver rödd skiptir máli
og hvað að hún segir
hafðu því um þig hljótt
svo að heyra megir,
 
röksemdafærlum á borð
síðan koma áttu
kafa svo enn rótum nær
þá dæmið reikna máttu.

Kallað til kvöldverðar 11.5.22

 
Það er ekkert annað í boði,
upp hann þessu stunið gat
en að ég fari og í mig troði
aðeins meiru af spónamat.

Æðri augu 11.5.22

 
Það eru æðri augu
sem oft til vega vísa
á þann háttnn hefur
leyst verið mörg krísa.
 
En krísubanar tíðum
vinsædum ekki njóta
ei með huga blíðum
oft er reynt að skjóta.

Gáta dagsins 11.5.22

 
Hvað kun kanínan hafa sagt
við Markús á fengitímanum?
Svar:
You slíp Markús too tímes!

Hugleiðing 11.5.22

 
Það er allt í lagi
að vera ekki í lagi
það eru svo margir belaðir.
og hver sé belaður
og hver sé það ekki
það er nú stóra spurningin
og hver sé fær um
að dæma um það?

Lífið er vandi 11.5.22

 
Lífið er vandi ég segi að sann,
sorglega því margir spilla.
Oftlega lygin því bjarga kann
oft þótt geti komið sér illa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband