17.11.2014 | 23:33
Elítan og alþýða manna 17.11.14
Fjórflokkurinn er með sama blekkingarbrag,
- bófasasöfn halda sig fjárplógnum nærri.
Viljum við hafa Ísland eins og það er í dag,
- að elítan misþyrmi öllum þeim smærri?
Brjálæðingunum herða að betur þið megið
og berja enn meira svo að úr fari gassinn.
Fjórflokkurinn illa hefur almúgann slegið
en alþýðan að venju boðið honum rassinn.
Bloggar | Breytt 19.11.2014 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2014 | 18:31
Hverju er að mótmæla hvað kemur að óvart? 17.11.14
,,Hátt í fimm þúsund manns mættu á fyrstu mótmælin þann 3. nóvember, en áætlað er að tæplega 2 þúsund manns hafi látið sjá sig í síðustu viku", segja fjölmiðlar í dag og að 2500 manns hafi skráð sig nú til mótmæla í dag þriðja mánudaginn í röð hvern eftir annan.
Skyldu þessir mótmælendur ekki að megninu til vera þeir sömu og kusu Fjórflokkinn yfir sig í síðustu kosningum þótt hann hafi margsvikið þá aftur og aftur og níðst á öllu sem þeim var helgast í mannlífinu?
Samtrygging spillingarafla auðvaldsins er sterkt. Það sést t.d. vel núna á skjaldborginni um Hönnu Birnu og þann smekk ríkisstjórnarinnar að ég tel bara vera þar eitt sýnidæmið enn um misferli stórnvalda að reka hana þá ekki þegar í stað úr embættinu er upp komst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. nóvember 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar