Mannaval 5.11.14

Ég hef nýlega reynt að fá birta grein um málefni læknastéttarinnar hjá Austurglugganum en fengið það svar að ritstjórinn sem ég vissi þá ekki hver var, hafi neitað því og mér gefið upp nafn hans.  

Austurglugginn er vikublað á Austurlandi og hefur oft á seinni árum staðið sig ótrúlega vel miðað við dagblöðin og ekki fyrr neitað mér um að birta greinar mínar þó þær væru harðskeyttar en öll landsmálablöð hafa alla tíð gert það eða réttara sagt aldrei svo ég muni ansað mér orði til eða frá þótt svo ég hafi sent þeim greinar fyrr en núna er ég skrifaði hinum nýja ritstjóra DV að hann sýndi mér þá fágætu kurteisi miðað við fyrri háttu dagblaðanna að svara mér og neita því með örfáum orðum.  

Ritstjórarnir koma og fara og eru auðvitað misjafnir að gerð eins og allir aðrir.  Ég gúgglaði ritstjóra Austurgluggans og sá að hann væri formaður verkalýðsfélagsins Afls sem er á staðnum og í miðstjórn ASÍ og mér varð að orði: - Verra gat það nú varla verið, skyldi ekki eins og svo oft áður þurfa að hrúga öllum ráðunum og sposlunum á hendur einhvers múlbundins framapotara?  

Ég hef líka sent Mbl og Fréttablaðinu pistilinn og ekki verið ansað með það enn allavega og á frekar litla von á að svo verði gert. Landsmönnum hefur of lengi til þess verið varin þáttaka í umræðu landsmála til að ég eigi von á miklum breytingum varðandi það og brotið á þeim það skoðana- og ritfrelsi er stjórnarskráin kveður á um að eigi að vera í landinu.  

Ég tel að hið svokallaða hrun hefði ekki orðið eins alvarlegt og létt um uppgöngu hefði almenningur fengið aðgang að opinberri umræðu til gagnrínis og aðvörunar af þeim sem áttuðu sig á því hvernig verið var að leika með og féfletta hrekklausa borgara og hafa oft á tíðum af þeim aleiguna.  Ætli að mætti ekki segja að þessu öllu stjórni ein allsherjar mafía af vinavæðingu og framapoti?  

Ég tel nauðsynlegt að veita þessum mönnum aðhald sem áður eins og hægt er því um leið og þeir komast til valda finnst þeim að þeir séu bara kóngar sem eigi allskosta við alþýðuna og megi fara með hana eins og þeim sýnist. - Þetta eru asnar Guðjón!

Árangur bar ei allt mitt hjal,

oft er tregða mætu að sinna.

Þótt víða sé mikið mannaval,

mann er þar hvergi að finna.


Bloggfærslur 5. nóvember 2014

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband