24.12.2014 | 12:31
Skellir 24.12.14
Blessun margra er býsna veik.
berast skellir víða um heim,
það verða margir að vaða sinn reyk,
virðist ei hægt að hjálpa þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2014 | 01:09
Peningar, lukkan og dáðin 22.5.14
- Flest gengur fyrir peningum,
fáirðu aura mörg skapast ráðin,
lífið er líkt og kasta teningum,
lukkan gildir meiru þar en dáðin.
Í stjórnir vaða valdsins fantar
sem velvilja tíðast allan vantar.
Heldri mennirnir hugsa smátt,
höstu er ei sjaldan að þeim veitt.
Af fátækum þeirra gleypir gátt
og greiðir þeim svo helst ei neitt.
Þar sjaldan er um annað að ræða
en að láta fólki í nauðum blæða.
Bloggar | Breytt 30.12.2014 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2014 | 00:01
Hvers er að vænta 25.5.14
Höfðingjar vaða með hálsana reista,
hvers sé að vænta er oft hulið móðu,
erfitt að fullyrða er aðra er á treysta,
hvort áhugi sé þá á slæmu eða góðu.
Að viskan sé stopul mér virðist í reynd
til vitleysu drýgst er oft nenna.
Æskan er dýrkuð við eldri erum gleymd
með öryggi af reynslunni að kenna.
Til hollustu ráðanna hef bogann spennt,
hampað oft viskunni í stuttum línum.
Ráð dreg ég af því er reynsla hefur kennt
ráhollur að sönnu er ég vinum mínum.
Leggðu þig fram við allt sem þú gerir,
þrjóskastu við ef þig tekur í stert.
Svo er ekki verra sem best þú þig berir
og básúnir þetta sé ei lengi gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. desember 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar