29.12.2014 | 23:24
Um boðskap friðar 29.12.14
Það þarf að drepa þá góðu
svo þeir vondu komist að
einkanlega er þeim hætta búin
er hampa boðskap friðar.
Gandhi og Lennon dauða skjótt til bar,
Lincoln og Kennedy henti þetta líka,
með Martein Lúter King einnig svo var
að máttu þeir allir fyrir kúlum víkja.
Það má kannski kalla það sem betur fer
á landi voru að eiga enga slíka.
Skyldu ei meiri líkur eða hvað haldið þér,
veðja á stríð og hlaða undir ríka?
Bloggar | Breytt 1.1.2015 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2014 | 17:31
Skörulegur þingmaður 29.12.14
Það er margur þingmaðurinn skörulegur til góðu málanna þegar hann er í stjórnarandstöðu á þingi. Einn slíkur frá Samfylkingunni fer í dag á kostum í Fréttablaðinu og Vísi að því sem sagt er frá og vekur verðuga athygli, fyrirsögnin er: - Komum þeim frá, og þar er hún að tala um núverandi ríkisstjórn. Mér varð á að kommenta aðeins á greinina:
Hefðu vinstri menn staðið við sín stefnumið um jafnaðarmennsku og sín baráttumál til fjölda ára á Alþingi er þeir komust í stjórn en ekki bara yfirleitt það þveröfuga við það þá væru þeir enn í ríkisstjórn og flest vandamál alþýðunnar leyst eða komin á rekspöl með það.
Bloggar | Breytt 31.12.2014 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. desember 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31949
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar