17.7.2014 | 21:24
Svarkurinn 17.7.14
Gvenólína ei gleði stráði
með gapakjafti og íglibrá.
Að hún sé með réttu ráði
óralangt mér virðist frá.
Yfirgangur og orðaspan
oft kemst sem í vana.
Það má æra óstöðugan
að umgangast hana.
Bloggar | Breytt 16.8.2014 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 11:36
Nú er veðrið 17.7.14
Nú væri gaman gæðing ríða
nú væri gott í pelann kanna
nú er sól og nú er blíða
nú er veðrið til smávikanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 06:53
Augnagælan 16.7.14
Það er ekki sjónmengunin af henni,
augnagæla er hún mesta.
- Til yndis besta æ ég kenni
ef hana ber til minna gesta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 05:21
Um lundarfar 16.7.14
Gott til vega á göfug sál
og gleðilegt að þekkja.
Lymskupúka lund er hál
og líklegust til hrekkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. júlí 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar