23.7.2014 | 23:08
Greiðasemin 23.7.14
Úr ausunni sjálfkrafa kemur ei kál,
kann þurfa hjálp við margt bras.
Sumum eru greiðarnir allsekkert mál,
öðrum bara nöldur og fjas.
Bloggar | Breytt 24.7.2014 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 12:16
Oft duga engin ráð 23.7.14
Ég hefi þrusað marga messu,
magnaðar klausur oft ég spinn.
- Þú átt ekki að vera að þessu
þú hefur það ekki í þér Einar minn,
sagði konan mín sem réði flestu
af sinni dáðríku festu
en fékk ei við ráðið í þetta sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 08:41
Örtröð á Akureyri 23.7.14
Nú er Landsmót skáta haldið á Hömrum við Akureyri í blíðskaparveðri og tjaldverðir sagðir hafa orðið að vísa fólki á einkalóðir þeim til bjargar er þeir komu ekki niður tjöldum sínum á tjaldstæðum bæjarins:
Örtröðin er engu lík
ei er veðrið kalda.
Á Akureyri ferðafrík
fær ei pláss að tjalda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. júlí 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar