Greiðasemin 23.7.14

Úr ausunni sjálfkrafa kemur ei kál,

kann þurfa hjálp við margt bras.

Sumum eru greiðarnir allsekkert mál,

öðrum bara nöldur og fjas.


Oft duga engin ráð 23.7.14

Ég hefi þrusað marga messu,

magnaðar klausur oft ég spinn.

- Þú átt ekki að vera að þessu

þú hefur það ekki í þér Einar minn,

sagði konan mín sem réði flestu

af sinni dáðríku festu

en fékk ei við ráðið í þetta sinn.


Örtröð á Akureyri 23.7.14

Nú er Landsmót skáta haldið á Hömrum við Akureyri í blíðskaparveðri og tjaldverðir sagðir hafa orðið að vísa fólki á einkalóðir þeim til bjargar er þeir komu ekki niður tjöldum sínum á tjaldstæðum bæjarins:

Örtröðin er engu lík

ei er veðrið kalda.

Á Akureyri ferðafrík

fær ei pláss að tjalda.


Bloggfærslur 23. júlí 2014

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband