1.8.2014 | 23:13
Af spakmælum Svarra 1.8.14
Viljir þú eignast ögn af sonum
ei skaltu tefla á tæpasta vað
að mæna eftir menntakonum,
sem munu ei hafa tíma í það.
Umhverfið gerir alla vana bundnum
ei skaltu venja börnin svefnstyggð á.
Í Skálateigi hljótt var ekki á stundum
og eigi man ég sussað á nokkurn þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 17:19
Sultur 1.8.14
Það sést ekki á mér sultarinnar gengdin,
sællegur er ég og ístran bærileg
en það er þó alltaf ljóta árans svengdin
og enginn er svangur nema bara ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 14:07
Léttleiki andans 1.8.14
Að lesa í hugsanir læðist að,
ljóst má oft slík tengsli finna.
Ég kann þetta litla dæmi um það
er þannig vil ykkur nú kynna:
Gleður hjörtun vel sé drukkið vín,
varð mér í huga eitt sinni,
- allt er í góðu gengi og sólin skín!
Gall þá við í konu minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. ágúst 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar