19.8.2014 | 09:03
ASÍ með upphlaup 19.8.14
Í gær var GylfiArnbjörnsson með upphlaup vegna kaupþróunarmála í landinu. Hann talaði um að gera eitthvað í þessu í haust og beita afli til breytinga á óréttinu. Hversu oft hefur þjóðin ekki heyrt þessu líkt frá honum og síðan ekki söguna meir varðandi efndir af nokkru tagi? Þegar vinstri stjórnin sáluga hækkaði ekki kaup öryrkja og gamalmenna samkvæmt almennum launsamningum nema um helming eða þaðan af minna endurtekið aftur og aftur þá blés hann líka stórum úr nösum en aldrei fylgdu neinar aðgerðir í kjölfarið.
Og langtímum og jafn og þétt hefur hallað undan fæti fyrir alþýðu manna. Þjóðin þarf að gera almenna uppreisn gegn þeim svikum trúnaðarmanna sem bregðast í hlutverkum sínum og snúast á sveifar með auðvaldinu gegn sínum umbjóðendum eða beita sér ekki af alvöru í baráttu fyrir þá eins og ég tel t.d. forustumenn ASÍ hafa orðið uppvísa af aftur og aftur og byrjunin í því máli er sú sem löngu hefði átt að vera búna að gera, að pútta Gylfa Arnbjörnssyni sem lengst í burtu frá henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 19. ágúst 2014
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar