13.4.2015 | 17:46
Haffi spyr, ertu gunga eða bara heimskur?
Er það ekki pólitískt vald sem ætlar ekki að lata utgönguskatt bankanna (hundruðir milljarða) koma til móts við verkamenn i þessu landi? Væri ekki rétt að hækka persónuafsláttinn upp i kr:500,000pr man þannig að verkamaður þessa lands geti dregið fram lifið þó hann þurfi kanski að vinna tvær vinnur til þess Arna? Nei það a að nota þessa peninga til að styrkja innviði fólksins sem a allt i þessu landi.
Hverjum vað það til dæmis til hagsbóta að lækka vörugjöld a heimilistækjum og sjónvörpum? Það var allavega ekki laglaunamanninum til hagsbóta, launin hans fara i afborganir/leigu fasteigna þeirra og restin nær ekki til annars en að kaupa i matinn og gerir það ekki einu sinni hjá mörgum.
Hvað þa ef viðkomandi veikist eða missir vinnuna. Her er við völd flokkar fólksins sem a allt. Hvenær ætlar folk að opna augun og kjósa eða mótmæla rétt? Þó að amma þin eða pabbi þinn hafi alltaf kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn þa þarft þu ekki að apa allt eftir þínum foreldrum, eða er þitt sjàlfstæði ekki meira en svo? Ertu fædd(ur) ,,Gunga"
I landi alsnægta og gífurlegra auðæfa ættu skattar að vera lágir, laun hà og velferðarkerfið allt frítt!
Við eigum það mikið af auðlindum og erum svo fa að her ætti allt að vera ,,það besta i heimi"
En hverjum er að kenna að svo se ekki? Ju það er þér að kenna þar sem þu kýst það sama og foreldrar þínir gerðu. Getur þu ekki hugsað sjálfstætt? Eða ertu gunga?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 12:07
Haffi sendi mér línur um launamál
Alltaf gaman að heyra stjórnmàlamenn tala um að við Íslendingar eigum svo miklar auðlindir. Það væri gaman að eiga þær ef við fengjum sanngjarnan arð af þeim. En ekki að þeim sê úthlutað nànast gjaldfrítt til vina og vandamanna þeirra sem stjórna landinu. Og talandi um að flytja ut rafmagn, ekki væri það nú gott fyrir okkur Íslendinga þ.e.a.s. Hinn almenna borgara, þa mundi rafmagnsverð hækka til muna. Miðað við þau auðæfi sem við Íslendingar eigum þa gætu skattar verið làgir og velferðarkerfið allt að vera frítt. Og làgmarklaun ekki undir kr:500,000 pr màn. En þetta er allt pólitík. Pólitíkusar nútinans hugsa bara um sjálfan sig og sína nànustu og þess vegna er öll kakan þeirra og almenningur fær milsnuna sem fellur af borðinu.
Það eru stjórnmàlamenn sem setja lög i þessu landi, þannig að hægt væri að banna bónusgreiðslur, allavega þær sem fara fram ur öllu hófi. Bónusgreiðslur ættu til dæmis aldrei að geta verið hærri en sem nemur 1millj à àri. Og svo ætti að banna arðgreiðslur og nota frekar féð til að borga hærri laun. En þessar arðgreiðslur eru einmitt notaðar til að þurfa ekki að borga hærri laun. Þvi að eftir að fyrirtækin borga hagnaðinn ut sem arðgreiðslur, þa eru engir peningar eftir til að borga hærri laun.
Sniðugt fyrir fyrirtækjaeigendum og hluthafa að geta farið svona með launþegana syna. En þetta er eitt af þvi sem stjórnmàlamenn setja i lög, þannig að það þarf bara að breyta lögunum. Svo einfalt er það nú! En þegar breyta a lögum þar sem miklir peningar eru þa verður allt vitlaust eins og þegar atti að setja a bankaskatt og einnig þegar atti að setja a veyðigjöldin a útgerðina. Það er nóg að fàar raddir heyrist fra peningaöflum um svo að allt se barið ut af borðinu.
En ef kemur að þúsundum almennra borgara sem vill fa mannsæmandi laun þa er það barið biður með de samme. Ja maður sér vel með hverjum stjórnmàlamenn standa, þrátt fyrir falleg fyrirheit og loforð rétt fyrir kostningar. Það virðist vera sama Rassgatið à þeim öllum þegar þeir svo setjast i stólinn sinn þá fjúka loforðin og fyrirheitin ut um gluggann og við tekur eiginhagsmunapot og vina greiðar. Enginn stjórnmálamaður hefur það þor og dugnað sem okkur Íslendinga vantar. Allt eru þetta gungur og heigulskapaðir menn/konur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. apríl 2015
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar