15.4.2015 | 14:35
Mörg er kreppan 15.4.15
Oft er kreppt að öryrkjunum,
eiga sjaldnast góða vist.
Ríkisstjórnir margar munum
er mannrétt brutu seint og fyrst.
- Hvað sér sér vesælla,
sár til nautna í fantur sargar.
Vinstri stjórnin sveik okkur illa
ei að koma fátækum til bjargar.
Böðlaði níðsins brjálsemi til vega,
byrjaði á að skerða þá rækilega.
Þó um misréttið kvarti hver kjaftur,
kemur þeim ei leiðréttingin aftur.
Bloggar | Breytt 19.4.2015 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2015 | 10:13
Af orðum föður míns 15.4.15
Flestir sátu fyrrum hljóðir
er faðir minn leiddi orð til vega.
Mörg var speki hans mæt og greið,
meðal annars á þessa leið:
,,Það vilja allir vera gáfaðir og góðir
en það tekst bara svo misjafnlega"!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. apríl 2015
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar