18.5.2015 | 12:38
Framlegð - Haffi skrifar mér 18.5.15
Ef Ríkistjórnin tæki á málum fiskveiða og álframleiðslu fyrirtækja, þá mundi framlegð aukast um mörg prósent á ári. Ef einstaklingur og/eða smáfyrirtæki stunduðu þessi skattundanskot væri löngu búið að breyta lögum eða sekta viðkomandi um milljarða króna.
Áliðnaðurinn selur sjálfum sér álið frá Íslandi til skúffufyrirtækja í Luxenburg eða öðrum skattaskjólum á undir markaðsvirði til að komast hjá að greiða skatta á Íslandi (þetta dregur úr framlegð svo um munar) stórútgerðirnar selja aflann frá Íslandi á kr:100-300 pr kg til millifyrirtækja í eigin eigu í útlöndum og þaðan á um og yfir kr:4000 pr kg. Svo þarna mundi framlegð aukast um marga milljarða einnig.
Ef vilji væri hjá ríkistjórninni þá fengju þessi fyrirtæki að borga skatta af heimsmarkaðsverði vörunnar en ekki tilbúnu verði hér heima sem eingöngu er gert til að komast hjá sköttum og lágmarka framleigð til að sýna í bókhaldi að styrkja þurfi útgerðina enn frekar ef hún eigi að geta haldið úti vinnslu í landi.
Málið er að það má ekki rugga bátnum hjá þeim sem eiga alla peningana;) en það skal berja niður þræla þessa lands og bjóða þeim bara 2-3% launahækkun og nota draugasögur til að hræða þrælinn að hér sé ekki nóg framlegð og að verðbólgudraugurinn vakni ef hann er með ,,Kjaft" eins og segir í Auglýsingu ASÍ þá fá þrælar engin laun...
Já við erum að tala um framlegð sem gæti híft Ísland upp yfir Noreg vegna þess hversu fámenn við erum. Látum ekki hræða okkur með endalausum Grílu sögum, þetta snýst allt um skiptingu kökunnar.
Bloggar | Breytt 19.5.2015 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. maí 2015
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar