Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar, Haffi skrifar

Forstjóri Brims ehf hefur greinilega ekki fylgst nógu vel með þar sem hann staðhæfði það i fréttum í gærkveldi að engin þjóð byði út kvótann (Færeyingar gera það með góðri raun) og svo segja útgerða risarnir einnig að svona útboð leiði til hruns í greininni. En þeir sjálfir leigja smærri útgerðum kvótann á kr:200 pr kg (en fá hann sjálfir fra ríkinu a kr:18 pr kg) á meðan Færeyingar leigja hann á kr:70 pr kg.

Er ekki rétt að hætta að hlusta á útgerðarisana og leyfa þeim þa bara að fara a hausinn, þvi nógu margir eru um að vilja veyða fiskinn og eru til i að borga fyrir það það verð sem markaðurinn leyfir hverju sinni.


,,Í sameiningu náum við að berja niður kröfur þræla þessa lands",  Haffi skrifar

Gaman að sjá hvernig ríkistjórnin, seðlabankastjóri og samtök atvinnulífsins vinna öll að sama markmiði, beita meira að segja alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir sig í að berja niður kaupmáttaraukningu til þeirra launa lægstu i þessu þjóðfélagi. Og reyna að ljúga að almenningi að þetta komi þeim tekjulægstu og báðum kynjum best.

Ekki hef ég tekið eftir meira fé í veski mínu þó raftæki hafi lækkað um 20% ekki lifir maður á raftækjum einum saman. Og matvara er nú það helsta a eftir afborgun húsnæðis og sé ég nú ekki betur enn að matarverð sé enn að hækka og það umtalsvert, á meðan það lækkar í löndunum í kringum okkur. Engin ríkistjórn á Íslandi síðastliðin 100 ár hefur ráðið við efnahagslegan stöðugleika nema til þeirra sem allt eiga og eru með laun um og yfir milljón á mánuði. Stöðugleikinn er þeirra, nú geta þeir keypt sér fleiri og dýrari raftæki og i þeirra augum er allt ódýrt, enda er þetta folkið sem kaupir bíla fyrir um og yfir kr:10,000,000.- ég hef ekki efni á að eiga bíl, íbúð og kaupa mér að borða fyrir kr:212,000 á mánuði (fyrir skatta) hvað þá að láta mig dreyma um það...

Þorsteinn Víglundsson sagði fyrir nokkru að meðal dagvinnulaun á Íslandi væru rúmar kr:400,000 á mánuði. Ef það væru nú i það minnsta lágmarkslaun þá gæti maður leigt sér íbúð átt bíl borðað og gert það sem nauðsynlegt þykir.

Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim.


Bloggfærslur 22. maí 2015

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband