7.5.2015 | 20:46
Mikið um undanþágubeiðnir verkfalla 7.5.15
Sigmundur og félagar á sauðheimskunni sitja
með sinnu fasta í dróma þótt sverfi verkfallsgjörð.
- Séu dýrin ekki drepin er dýraverndinni ógnað,
er meðal annarra raka sem mæða á þjóðarhjörð.
Bloggar | Breytt 8.5.2015 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 20:42
Skattar eru bara fyrir okkur- Haffi skrifar m.a. 7.5.15
Takið eftir láglaunafólk: ekki hægt að hækka persónuaflátt né hækka lágmarkslaun í landinu, þvi þá vaknar verðbólgu draugurinn ógurlegi og allt fer til fjandans! Ja það er ekki sama hver fær skattalækkanir eða auðlindir á silfurfati...
Skattar á álfyrirtæki lækkaðir:
Við erum Kongó norðursins
Bjarni Benediktsson segir það forgangsmál að afnema raforskuskatt á álver. Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson segir að álfyrirtækin fari með allt að 80 til 90 milljarða úr landi.
Skattar álfyrirtækja lækka um 1,6 milljarða króna, ef miðað er við árið í fyrra, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að afnema raforkuskatt.
Raforkuskatturinn var lagður tímabundið á árið 2009 vegna efnahagskreppunnar, en var framlengdur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi Samálssamtaka álfyrirtækja, í vikunni, að afnám skattsins væri forgangsmál.
Forsvarsmenn álveranna eru sakaðir um að blekkja landsmenn með þeirri framsetningu að álverin afli útflutningstekna upp á 227 milljarða króna.
227 milljarða króna útflutningur
Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir skattalækkunina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.
Á dögunum var tilkynnt á hátíðarsamkomu álfyrirtækjanna (Samáls) að útflutningsverðmæti áls á liðnu ári hefði numið 227 milljörðum króna. Sé miðað við arðsemishlutfallið hjá Norðuráli eru 80-90 milljarðar eftir þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað; launin, súrálið, raforkuna og annað. Kastljós hefur svo sýnt hvernig stór hluti hagnaðar fer úr landi vegna skuldsetningar skúffufyrirtækja í aflandsskjólum sem bera öll merki sýndargjörninga. Það er auðvitað galið að þessi tugmilljarða verðmæti verði ekki að stórum hluta eftir innanlands, segir Kristinn á Facebook-síðu sinni. Hann líkir Íslandi við nýlenduríkið Kongó, sem á sínum tíma var undir harðri stjórn Leópolds Belgíukonungs.
Þetta er auðvitað ekkert annað en auðlindaarðrán
Þetta er auðvitað ekkert annað en auðlindaarðrán sem helst tíðkast í fátækum og vanþróuðum ríkjum. Við erum Kongó norðursins og landsmenn verða að fara horfast í augu við þá súru staðreynd að draugur Leopolds konungs hefur gengið aftur á Íslandi.
Copy fra stundin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 20:37
Úlfur í sauðargæru - Haffi skrifar mér m.a. 7.5.15
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, brást illa við á Facebook-síðu sinni vegna ræðu Gylfa Arnbjörnssonar 1. maí síðastliðinn. Gylfi, forseti ASÍ, lagði til í ræðu sinni að stéttarfélög Íslands myndu sameina krafta sína fyrir bættum kjörum félagsmanna. Að sögn Gylfa myndi sameining 110 þúsund félagsmanna hámarka þrýsting á atvinnurekendur.
Bara þannig að launafólk átti sig á því hvað forsetinn er að biðja um þá er það að hann fái að stýra og leiða þessar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins eru búin að vera að kalla eftir því opinberlega að ASÍ sjái um að leiða þessar kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Það hefur svo sem ekki komið mér á óvart því að sjálfsögðu vilja menn taka aftur upp þráðinn í samræmdu láglaunastefnunni, skrifaði Vilhjálmur á Facebook-síðu sína.
Samræmd láglaunastefna
Vilhjálmur segir enn fremur að Gylfi sé einungis að þvælast fyrir meðan aðrir reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk.
Gylfi nei takk, ekki samræmda láglaunastefnu aftur og ég er bara með eina ósk ekki vera að þvælast fyrir
Skildi forseti ASÍ vilja taka aftur upp samræmdu láglaunastefnuna sem hann stýrði bæði í kjarasamningunum 2011 og svo aftur í hinum margfræga 2,8% samningi 2013? Takið eftir samningarnir 2011 og 2013 voru undir einum fána 110 þúsund félagsmanna ASÍ og það gaf alls ekki góða raun. Gylfi nei takk, ekki samræmda láglaunastefnu aftur og ég er bara með eina ósk, ekki vera að þvælast fyrir á meðan við eru að reyna að landa viðunandi samningi fyrir verkafólk, skrifar Vilhjálmur.
Skaut á Eflingu
Á dögunum deildi Vilhjálmur við formann Eflingar, Sigurð Bessason, en gefið var í skyn á heimasíðu Eflingar að Vilhjálmur hefði ekki gefið rétta mynd af atburðarásinni bak við hækkun bónusa starfsfólks HB Granda. Vilhjálmur sagði það rangt, VA hefði þvert á móti klárað málið fyrir Eflingu. Efling er í raun og veru að segja að þeir hafi átt fund með Granda á föstudaginn þar sem viðrað var að það þyrfti að gera eitthvað. Ég á fundi út og suður, þar sem það er talað um að það þurfi að hækka laun, en það þarf síðan að gera hlutina. Það sem gerist í þessu samhengi er að forstjóri fyrirtækisins hefur samband við mig og trúnaðarmenn. Við fundum á mánudegi og hann spyr hvaða laun ég sjái til lausnar á því að lagfæra laun þessa fólks. Ég sagði við hann: Heyrðu ég skal bara senda þér tillögu, drög að nýjum bónussamning. Ég sendi honum samninginn, þannig að Verkalýðsfélag Akraness vann þennan bónussamning frá a til ö. Það er ekki nóg að tala, það þarf að vinna líka, sagði Vilhjálmur þá.
Copy fra stundin.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. maí 2015
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar