2.12.2011 | 07:50
Líf og dauði
Er langanir lífsins glæðast
og ljósið í fjarlægð skín
ungviðin vitinu væðast
með vonbjörtu augun sín.
Er hjörtun hamingju glæðast
hart er frá því að segja
að allir sem fá að fæðast
eru fæddir til að deyja.
Margt er mannkyninu í hag,
mörgu er kastað fyrir bý:
Temdu þér eitt góðverk á dag
og láttu verða af því!
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.