Öryrkinn talar

Mér hefur ei látið að læðast með veggjum

leikið oft hlutverk svo margur varð sleginn.

Á góðum stundum oft sat ég með seggjum

og sótti í mig veðrið þá tappi var dreginn.

 

Aumingi að vera, já það er enginn leikur,

elda grátt við stjórnvöldin snúin og treg                    

en þó ég sé aumur þá er ég um smeykur

að þingmenn séu enn meiri ræflar en ég.

 

Þessum er tilurð að troða menn fótum

og tíðast láta eiðstafi ei neitt stöðva sig.

Þingmenn ættu að vera á örorkibótum

en ekki á margföldum launum á við mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er magnað við öryrkja sína

á Indlandi lepja þeir dauðann úr skel

En þó hérna margir að þarflausu hrína

og þakk´ekki sem að hér gert  er þeim vel

Fullkomið ekkert og flest hægt að bæta

en fúlir og vondir menn er´yfir því

sem ætti þá fremur í amstrin´að kæta

og endalaust velta sér bölmóði í

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband