Burt með fjórflokkinn

Er hin langþráða vinstri stjórn komst loksins á koppinn ætluðu margir hana til  bjargar alþýðunni frá hinni hroðalegu útreið langvarandi spillingar íhaldsstjórna.  Hún hefur sem þessir óhugnanlegu fyrirrennararar hennar ekki haft nokkurn áhuga fyrir öðru en að hlaða fé undir sjálfa sig og auðvaldið. 

 

Þannig hefur hún stjórnað sem eftir uppskrift frá þeim væri og ausið skuldasúpunni af sukki og svívirðu peningamanna yfir á almenning og gert allan fjöldan ýmist mjög óhamingjusaman, heimilislausan, landflótta og eða gjaldþrota.  Ýmist með athæfi eða aðgerðarleysi fjórflokkanna tel ég fullljósa ófærni þeirra til að leiða landsmálin til betri vega.  Ég tel augljóst að meðan fjórflokkurinn er við völd verða engar breytingar á síauknu og allsráðandi misrétti landsmanna þótt þeir geri vart meiri kröfur en það að fá bara að draga fram lífið í landinu.

 

Vinstri stjórnar þingmennirnir okkar leiðréttu nú fyrir skömmu við sjálfa sig og aðra hálaunamenn 3 ár aftur í tímann allt sem af þeim var tekið en ekki smánarlaunin lífeyrisþeganna sem duga þeim ekki einu sinni til nauðþurfta.  Ég ætla nú við þessa enn einu smánina varðandi óréttlæti Alþingismanna hafi margir fengið upp í kok af ógeði á auðvirðu þeirra er ráða ferð stjórnmálanna.  Kjósið ekki fjórflokkinn!  Verið reynslunni ríkari, veðjið ekki einu sinni enn á þaulreynda óhæfumenn!

 

Gleðipinnarnir 7.11.12

Þau eiga langa sælusögu,

sukk að vaða upp í kvið.

Jóa og Steini draga drögu

og dæla fé í auðvaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband