Kveðja einbúans til Guðmundar Steingrímssonar

Sæll Guðmundur Steingrímsson Alþingismaður,

ég óska þér til hamingju með nýtt framboð og að reyna að hjakka ekki áfram í gamla gagnslausa fari fjórflokkanna sem allir hafa brugðist mér alla vega og trúi ég að fáir alþýðumanna hafi ekki sömu sögu að segja með það. Ég hef marg skrifað öllum þingmönnum allt kjörtímabilið án nokkurra aðgerða þeirra eða úbóta á mínum málum og fáir hafa svarað mér orði. Það er mikil áhersla í umræðunni núna lögð á að kjósa ekki fjórflokkinn en veðja á eitthvað annað. Það gæti farið svo að þú nytir góðs af því og fengir svo mikð fylgi að þú kæmist aftur inn á þing en þá til hvers? Heldurðu að þú kæmir til með að vinna þá fyrir mig eitthvað frekar en á síðasta kjörtímabili? Heldurðu að þú leiðréttir þá kaupið mitt öryrkjans öll árin aftur í tímann eins og þú gerðir við sjálfan þig?

 

Ég er nærri viss um að þú ekki frekar en flestir eða allir aðrir þingmenn sem ég hef marg skrifað munið orð af erindum mínum og að þú þykist líka eins og þeir vafalítið vera fulltrúi fólksins og velunnari. Ég.ætla því að rifja hér örlítið upp af því. Ég missti konuna frá mér í svo mikil veikindi fyrir 4 árum að hún á ekki afturkvæmt og hef ég orðið að reka mitt heimili einn síðan. Þá rak ég mig á þau ólög, stjórnarskrár og mannréttindabrot sem ég hef verið að biðja þingmenn að leiðrétta á mér án árangurs. Allir nema giftir og kvæntir sem búa einir geta fengið heimilisuppbót sem er nú rúmlega 30 þúsund á mánuði. Ég hef farið fram á að fá þessi ólög löguð vegna m.a. mismununar einstaklinganna sem stjórnarskráin bannar og fá skuldina greidda 3 ár aftur í tímann en Hæstaréttur kvað svo á með mannréttindabrotin í öryrkjmálunum.

 

Enginn þingmaður hefur sinnt mér og ég mátt hanga á horriminni og betla mat af vinum mínum og peninga að fjölskyldunni fyrir utan að safna skuldum á yfirdrætti í 2 bönkum til að þurfa ekki að hröklast af heimili mínu. Ég ætla að blogga þessu bréfi til þín á síðu minni hjá Mogganum og vona að það afli þér atkvæða frekar en hitt að hafa sinnt vel auðvaldinu en ekki neyðarköllum öryrkjan og einbúans í mörg ár vegna mismununar á framfærslu hans á við annað fólk, á þína ábyrgð og félaga þinna Alþingismannanna.  Ég veit ekki hvað öðrum þykir um það en mér finnst engin sérstök ástæða til að veðja atkvæði á þig frekar en aðra þá þingmenn sem hunsað hafa um árabil algjörlega vonlauslausa stöðu mína til að komast af á eigin spýtur á heimili mínu. Ég kveð þig með ljóði dagsins, Einar Sigfússon:

 

Af Alþingi 8.11.12

Mig einbúann á eyrum dró

ei sín mátti betur.

Ætla á þingi af aulum nóg

ósetjandi á vetur.

 

Alþingis sú er viskan vís

að vilja á smæstu halla.

Þar á kankast margar mís

er menn sig vilja kalla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband