9.11.2012 | 20:40
Ógnarvandi Alþingis 2012
Alþingis mesti ógnarvandi
og ólán flestra daga.
Óheiðarleikinn allsráðandi
alþýðu fólks að naga.
Óheiðarleikinn allsráðandi
á oss leggst sem mara.
Alþingis mesti ógnarvandi
að óheilindin vara.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar. Ertu viss um að það skifti nokkru máli þó þú sért giftur ef þú á annað borð býrð einn, varðandi heimilisuppbótina? Þarftu nokkuð að gera annað en að sækja um? Ég er enginn sérfræðingur en spyr bara af forvitni. Sbr tilvitnun hér undir í Reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/1052-2009
(Kanski er þetta úrelt reglugerð en svona það sem ég datt fyrst um)
Heimilisuppbót.
7. gr.
Skilyrði bóta og fjárhæðir.Heimilt er að greiða einhleypingi, sem nýtur óskertrar tekjutryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar og er einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað, að auki heimilisuppbót, sbr. 8. gr. laga nr. 99/2007.
Óskert heimilisuppbót skal vera 326.904 kr. á ári. Eigi viðkomandi rétt á skertri tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar skal lækka heimilisuppbótina eftir sömu reglum.
Fjárhagslegt hagræði.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.