11.11.2012 | 08:36
Innilegar samúðarkveðjur af Austurlandi
| 08:01 (fyrir 0 mínútum) ![]() | ![]() ![]() | ||
|
Góðan daginn Sigmundur Ernir og Jónína Rós,
ég votta ykkur innilega samúð mína að missa gullspóninn úr askinum ykkar sem þið hafið ausið með fé í vasa ykkar á Alþingi. Ég sé ekki að þið hafið haft annað erindi á Alþingi nema þá til bölvunar . Tel ég þar ekki úr vegi að nefna hin hroðalegu Icasave landráðamál ykkar að ég tel. Alla vega hafið þið ekki leiðrétt launin mín öryrkjans þrjú ár aftur í tímann eins og ykkar og annara hálaunamanna.
Ég hef sótt fast á ykkur og alla aðra þingmenn mína á Austurlandi ásamt öllum þingheimi með bréfaskriftum að leiðrétta ólög sem varna því að ég sem einbúi fái ekki heimilisuppbót eins og allir aðrir einstaklingar í landinu sem eru einir um að reka heimili sín, en án árangurs. Þetta eru nú yfir 30 þúsund á mánuði sem þið hafið svíðingslega svikið af mér allt kjörtímabilið. Það er mjög tilfinnanlegur skaði fyrir öryrkja og gamalmenni að fá ekki einu sinni að njóta þeirra smánarlauna sem honum ber. Svo er þetta skýrt stjórnarskrár- og mannréttindabrot að mínu viti vegna mismununar þegnanna. Ég kveð ykkur með ljóði dagsins og blogga þessu bréfi á síðunni minni. Kveðja, Einar Sigfússon:
Kratar á Austurlandi 11.11.12
Á Austfjörðum er úrvalslið
er ei vill sinna snauðum
og þykir nú rosa rangsnúið
að reist sé ei frá dauðum.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.