Beiðni til Öryrkjasambandsins

Til Öryrkjabandalagsins 13.11.12

 

Ég vil lýsa velþóknun minni á mótmælunum við Alþingishúsið í dag en ég hef hin síðari ár oft verið að velta fyrir mér til hvers forvígismenn þessars samtaka haldi að þeir séu eiginlega svo lítið sem þeir hafa látið bera á sér opinberlega og vona að nú hafi lifnað yfir þeim fyrir alvöru. Ég vil spyrja ykkur hvort þið viljið fara í málaferli fyrir mig og það snarlega út af stjórnarskrár- og mannréttindabrotum á mér hin síðari ár og vafalaust varðar þetta líka miklu fleiri.

 

Saga mín er sú að kona mín veiktist fyrir fjórum árum svo illa að hún varð að vera á spítala í 9 mánuði. Síðan varð hún að leita á annað landshorn til endurþjálfunar sem hún er í enn og út séð með að hún á ekki afturkvæmt á heimili mitt. Vegna þessa flutti hún lögheimili sitt til Akureyrar fyrir 3mur árum.

 

Ég hef orðið að reka einn mitt heimili síðan hún fór en ekki getað fengið heimilisuppbót, sem er nú yfir 30 þúsund á mánuði, eins og aðrir landsmenn fá sem það gera vegna þess að ólög í landinu segja að kvæntir og giftir eigi ekki rétt á því. Ég tel þetta gróflega mismunun og mannréttindabrot, sem stangist á við stjórnarskrána. Ég hef safnað skuldum í bönkum og væri löngu hrakinn af heimiæli mínu nema fyrir matargjafir vina og vandamanna og peninga frá stórfjölskyldu minni, sem samt á nóg með sig eins og allur almúginn nú til dags.

 

Ég vil samkvæmt öryrkjadómunum fá greidd þessi mannréttindabrot 3 ár aftur í tímann. Ég er hjartasjúklingur og nær ógöngufær vegna hrörnunar og ég vil í öðrum lið þessara málaferla gera kröfu í alvöru rekstrarstyrk á bifreið minni sem ég hef engin efni á að reka og er verr staddur en í fangelsi á heimili mínu inn í sveit hafi ég ekki bíl til umráða. Ég hef skrifað Öryrkjabandalaginu áður hjálparbeiðnir án svara og árangurs og þess vegna ætla ég að blogga þessu bréfi á síðu minni á mbl.is

 

Besta kveðja,

 

Einar Sigfússon, kt: 1704423349

 

Es 

 

Allir þingmenn landsins hafa hunsað mál mitt í öll þessi ár og eins sveitarstjórnin hjá Fjarðabyggð sem hefur neitað að bera ábyrgð á framfærslu minni, kv. með ljóði dagsins:

 

Sem aldreigi fyr

Heilsan spyr hvorki um aldur né stöðu,

hamingjan blómstrar við gleðinnar dyr,

flest má best leysa með handtaki hröðu,

hertu þig vinur sem aldreigi fyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband