5.1.2013 | 03:00
Nýárspistill Svarra 2013
Göfug markmið
Það er göfugt markmið að gera sitt besta,
ganga braut lífsins með kærleik í hjarta
að reyna af íturð ei fögrum málum fresta,
feta veg réttlætis það má hvern skarta.
Um þjóðfélagið
Að rétta af þjóðlífið sækist mjög seint
af syndum hér fátt eitt talið.
Harðvítugt glæpalið ljóslega og leynt
hefur logið og stolið og falið.
Almúginn segir, ei þingmönnum þakkið
þeir hafa ekki unnið mér eða þér
því þar hefur stöðugt allt helvítið pakkið
verið að hlaða undir rassana á sér.
Aumingjar hafa á ýmsum stöðum setu
og ei gott að vita hver reynist skást.
Þegar menn hafa ekki þroska eða getu
þýðir víst lítið um það að fást.
Ei leyfist öryrkja að seðja sinn svang
af sóðum er jafnóðum rúinn
og heimskan verður að hafa sinn gang
hún er af mönnum til búin.
Marga vantar mat að borða
mega þola skort og pín.
Ríkisstjórn kann þar eitt til orða:
,,Þeir ættu bara að skammast sín!
Það er bágt í þurrum hópi
þjást og finna til,
ætti ég bara ögn af dópi
algleymis nyti um stundarbil.
Hlúum að
Ástin og fegurðin oss megi nær,
uppmögnum gleði og losta.
Elskum og hlúum að öllu sem grær,
yndið við tökum til kosta.
En yndis ef njóta eigum við
ýmsu þarf gera skil.
Það er fátt svo fullkomið
að fáist ei lagað til.
Sefjun
- Nýju fötin keisarans, eru glettnisgrá
geislabaugs þótt ríki stundarfriður.
Siðferði er haldið uppi ofan frá
og einnig líka þaðan mulið niður.
Veslings barnið skyldi ekki ljótan leik
er lostnir sefjun reyndar aðrir gengu.
Undarlegar hnippingar þá komu á kreik:
,,Sjá keisarans hátign stendur þarna í engu!
Skoðanir
Skoðunum vilja ýmsir aðra svipta
oft þar kveður fast við ramman reip.
Fljótur er vitur furðu oft að skipta
en flónið situr fastast við sinn keip.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.