6.1.2013 | 05:49
Öfgarnir 2013
Af ógeðslegu ýmis gubbar,
yndissnauð er fylking körg.
Skítapakk og lygalubbar
leika hlutverk æði mörg.
Ómenni um alla jörð
öfga sína leiða strítt.
Staffírug vor stjórnarhjörð
staðhæfir að svart sé hvítt.
Stjórnin þessi er gáskagleið
en glötuð öllum mergi.
Mun henni vera mörkuð leið
milli einskis og hvergi.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.