22.3.2013 | 18:43
Hróður
Með ágæti sínu að auka hróður,
oft er köllun góð og merk
en það er ei nóg að vilja vera góður,
- vandinn er að koma því í verk.
Ef lifir þú dauður þín lífsorka er flöt
þótt ljúf séu klæði og finnist ei göt
þá er för þín snauð,
- þetta eru dauðs manns föt.
Að ganga veg réttlætis gerist ei létt,
góður þó helst vill það reyna.
Hvað sem þú gerir þá gerðu það rétt,
- glöp eru rót flestra meina.
En erfiður vill það reynast róður,
röfl því títt mun beinist að,
- það er meira mál að vera góður
en að vilja bara vera það.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.