27.3.2013 | 06:59
Úti að aka 2010
Mörg hefur döpur sora sýn
sveipað heimsins stræti
kúgara sem kalla má svín
og kunnu sér engin læti.
Ríkisstjórnin er úti að aka
ei er klaufum gefið lag.
Réttri hönd í rass að taka
reynist ekki þeirra fag.
Gerist fátt um góða hluti
gleymast loforð allsstaðar.
Ámátlegur auðvaldsputi
er að sliga þjóðarskar.
Vinstri stjórnin líknarlétt
líkleg er til að velta.
Fjármagn er í forgang sett
og fólkið látið svelta.
Eflaust brosir íhaldslið
og æpir hvað það getur
hóti skárra ef haldið þið?
Hugsið þá málið betur.
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.